Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. október 2025 15:53 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfall flugumferðarstjóra hafa umtalsverð áhrif á íslenskt hagkerfi. Þeir telji sig undanskilda viðmiðum gildandi kjarasamninga um að ná efnahagslegum stöðugleika. „Verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðastjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúruhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið,“ skrifar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hafa boðað fimm verkföll á næstu dögum og hefst það fyrsta annað kvöld klukkan tíu. Deilur flugumferðarstjóra og samtakanna var vísað til ríkissáttasemjara í apríl en flugumferðarstjórarnir hafa verið samningslausir frá áramótum. Ekki hefur verið boðaður fundur í dag svo það telst líklegt að það verði af verkfallinu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að þau séu að reyna að semja um launahækkanir í samræmi við almenna launaþróun. „Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið,“ segir Sigríður Margrét. Hún segir stétt þeirra ansi fámenna en þrátt fyrir það sé beinn kostnaður hagkerfisins vegna stöðvunar flugsamgangna í einn dag um 1,5 milljarður króna. Ekki einungis verði hagkerfið af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna heldur skerði það einnig ímynd Íslands og trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. „Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á,“ segir Sigríður Margrét. Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
„Verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðastjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúruhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið,“ skrifar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hafa boðað fimm verkföll á næstu dögum og hefst það fyrsta annað kvöld klukkan tíu. Deilur flugumferðarstjóra og samtakanna var vísað til ríkissáttasemjara í apríl en flugumferðarstjórarnir hafa verið samningslausir frá áramótum. Ekki hefur verið boðaður fundur í dag svo það telst líklegt að það verði af verkfallinu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að þau séu að reyna að semja um launahækkanir í samræmi við almenna launaþróun. „Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið,“ segir Sigríður Margrét. Hún segir stétt þeirra ansi fámenna en þrátt fyrir það sé beinn kostnaður hagkerfisins vegna stöðvunar flugsamgangna í einn dag um 1,5 milljarður króna. Ekki einungis verði hagkerfið af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna heldur skerði það einnig ímynd Íslands og trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. „Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á,“ segir Sigríður Margrét.
Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira