Enski boltinn

Fékk fjögur rauð gegn Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alan Wiley rekur Nemanja Vidic út af í leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford vorið 2009. Liverpool vann leikinn, 1-4, en United varð Englandsmeistari þriðja árið í röð.
Alan Wiley rekur Nemanja Vidic út af í leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford vorið 2009. Liverpool vann leikinn, 1-4, en United varð Englandsmeistari þriðja árið í röð. getty/Mike Egerton

Nemanja Vidic fékk átta rauð spjöld á meðan hann lék með Manchester United. Fjögur þeirra komu gegn Liverpool.

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er milli Liverpool og Manchester United en liðin eigast við á Anfield á morgun.

Liverpool og United hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og ekki hefur vantað hörkuna í leiki þeirra.

Vidic var mikill stríðsmaður og gekk oft hart fram, sérstaklega gegn Liverpool. Hann var nefnilega fjórum sinnum rekinn af velli gegn Rauða hernum, þar af í þremur leikjum í röð frá september 2008 til októbers 2009.

Rauðu spjöldin sem Serbinn fékk gegn Liverpool má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Rauðu spjöldin sem Vidic fékk gegn Liverpool

Vidic lék með United á árunum 2006-14. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með liðinu og einu sinni Evrópumeistari. Vidic lék alls þrjú hundruð leiki fyrir Rauðu djöflana og skoraði 21 mark.

Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 15:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:45.


Tengdar fréttir

Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir upp­gjör ensku risanna

Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn.

Sjáðu öll mörk Salahs gegn United

Á sunnudaginn tekur Liverpool á móti Manchester United í stórleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Heldur Mohamed Salah áfram að gera Rauðu djöflunum grikk?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×