Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 23:02 Gennaro Gattuso hefur tekið til hjá ítalska landsliðinu og stýrt liðnu til sigurs í fjórum leikjum í röð. Getty/Emmanuele Ciancaglini Þjálfari ítalska fótboltalandsliðsins hótar því að fara í útlegð frá sínu eigin landi ef landsliðið hans kemst ekki á þriðja heimsmeistaramótið í röð. Gennaro Gattuso hefur verið þjálfari ítalska landsliðsins frá því í júní en hann varð sjálfur heimsmeistari með liðinu sem leikmaður árið 2006. Eftir erfiða byrjun á undankeppninni þá hefur Gattuso hjálpað til við að endurvekja vonir þeirra um að komast á mótið á næsta ári sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 3-0 sigurinn á Ísrael á þriðjudag var fjórði sigur Ítalíu í röð undir stjórn Gattuso og tryggði liðinu sæti í umspili um laust sæti á HM 2026. „Ég mun taka heiðurinn ef mér tekst að ná markmiðinu, annars fer ég og bý langt í burtu frá Ítalíu,“ sagði Gattuso. „Ég er nú þegar svolítið langt í burtu [býr í Marbella á Spáni] en ég mun fara enn lengra. Þetta eru afleiðingarnar, ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Gattuso. Ítalía er þremur stigum á eftir Noregi, sem er í efsta sæti I-riðils. Azzurri spila við Moldóvu 13. nóvember og taka á móti Noregi þremur dögum síðar í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Þrátt fyrir þá pressu sem fylgir því að þjálfa fjórfalda heimsmeistara sagði Gattuso að það væri heiður að vera í þessari stöðu. „Ég hef sagt það áður, það er draumur að vera hér og það er satt,“ sagði Gattuso. „Það voru menn með meiri reynslu en ég og þess vegna tók ég þessu kalli með mikilli ábyrgð. Ég verð að þakka knattspyrnusambandinu, forseta þess [Gabriele Gravina] og sendinefndarstjóra Ítalíu, Gianluigi Buffon. Ég bjóst ekki við að leiða liðið til sextán marka, en heiðurinn er leikmannanna. Ég á lítinn heiður skilinn.“ sagði Gattuso. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut. Já, við leggjum mikið á okkur og sofum lítið, en við gerum þetta líka vegna þess að þegar sigrarnir koma er tilfinningin mjög góð,“ sagði Gattuso. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) HM 2026 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Gennaro Gattuso hefur verið þjálfari ítalska landsliðsins frá því í júní en hann varð sjálfur heimsmeistari með liðinu sem leikmaður árið 2006. Eftir erfiða byrjun á undankeppninni þá hefur Gattuso hjálpað til við að endurvekja vonir þeirra um að komast á mótið á næsta ári sem haldið verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. 3-0 sigurinn á Ísrael á þriðjudag var fjórði sigur Ítalíu í röð undir stjórn Gattuso og tryggði liðinu sæti í umspili um laust sæti á HM 2026. „Ég mun taka heiðurinn ef mér tekst að ná markmiðinu, annars fer ég og bý langt í burtu frá Ítalíu,“ sagði Gattuso. „Ég er nú þegar svolítið langt í burtu [býr í Marbella á Spáni] en ég mun fara enn lengra. Þetta eru afleiðingarnar, ég geri mér grein fyrir því,“ sagði Gattuso. Ítalía er þremur stigum á eftir Noregi, sem er í efsta sæti I-riðils. Azzurri spila við Moldóvu 13. nóvember og taka á móti Noregi þremur dögum síðar í síðasta leik sínum í riðlakeppninni. Þrátt fyrir þá pressu sem fylgir því að þjálfa fjórfalda heimsmeistara sagði Gattuso að það væri heiður að vera í þessari stöðu. „Ég hef sagt það áður, það er draumur að vera hér og það er satt,“ sagði Gattuso. „Það voru menn með meiri reynslu en ég og þess vegna tók ég þessu kalli með mikilli ábyrgð. Ég verð að þakka knattspyrnusambandinu, forseta þess [Gabriele Gravina] og sendinefndarstjóra Ítalíu, Gianluigi Buffon. Ég bjóst ekki við að leiða liðið til sextán marka, en heiðurinn er leikmannanna. Ég á lítinn heiður skilinn.“ sagði Gattuso. „Við þurfum að halda áfram á þessari braut. Já, við leggjum mikið á okkur og sofum lítið, en við gerum þetta líka vegna þess að þegar sigrarnir koma er tilfinningin mjög góð,“ sagði Gattuso. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
HM 2026 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira