Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar 16. október 2025 17:01 Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Í litlum samfélögum ríkir oft samheldni sem er bæði dýrmæt og nauðsynleg. Við þekkjumst, hjálpumst að og viljum helst forðast átök. En þegar við hættum að segja hug okkar til að forðast árekstra eða missa vinsældir, fórnum við heiðarleikanum fyrir þægindin og smám saman tekur meðvirknin völdin. Þegar fólk hættir að segja hug sinn af ótta við að styggja frændur, vini eða vinnufélaga, þá hættir samfélagið að vaxa. Það verður ákveðin stöðnun í umræðunni og þeir sem hugsa öðruvísi velja að þegja. Þannig verður meðvirkni ráðandi afl í stað virkrar þátttöku. Hræðslan við að vera „á móti“ Í litlum samfélögum er pólitík gjarnan mjög persónuleg. Nándin er meiri, ákvarðanir snerta vini, ættingja og nágranna og oft er erfitt að aðgreina málefni frá manneskjum. Þegar einhver mótmælir ákvörðun eða leggur fram gagnrýni, er það jafnvel túlkað sem árás á einstaklinginn frekar en sem heibrigð þátttaka í lýðræðislegri umræðu. En lýðræði snýst ekki um að vera sammála. Lýðræði snýst um að skapa rými fyrir ólíkar skoðanir, ræða hugmyndir og leita sameiginlegra lausna. Þegar gagnrýni er túlkuð sem persónulega árás eða neikvæðni, þá lærum við smám saman að þegja. Við tjáum ekki lengur það sem við teljum rétt, heldur það sem við teljum öruggt. Og þegar allir þegja, þá hverfur gagnsæið, frumkvæðið og trúin á að rödd okkar sem einstaklingar skipti máli. „Já-fólk“ og samtrygging menningarinnar Meðvirknimenning elur af sér „já-fólk“, fólk sem segir já til að halda friðinn eða þóknast, en ekki endilega af sannfæringu eða trú á málefninu sjálfu. Í stjórnmálum eða nefndarstörfum getur það þýtt að ákvarðanir eru teknar án raunverulegrar umræðu og án þess að mismunandi sjónarmið fái að heyrast. Þegar meðvirknin svo festir sig í sessi verður samtryggingin málefnunum yfirsterkari. Þá verður hver setur fram hugmynd mikilvægara en hvað hugmyndin sjálf felur í sér. Slíkt skapar ósýnileg valdakerfi þar sem stöður, ákvarðanir og stuðningur byggjast meira á tengslum en á hugmyndum eða hæfni. Slík menning dregur úr trausti, dregur úr hvötum til nýsköpunar og framtaks og skerðir getu samfélagsins til að takast á við viðfangsefni sín. Að þora að vera ósammála Það er ekki merki um óvináttu að vera ósammála. Þvert á móti er það þroska- og virðingarmerki gagnvart samfélaginu að þora að tjá skoðun, jafnvel þótt hún sé óþægileg. Að segja „ég sé þetta öðruvísi“ á ekki að vera ógn við neinn, heldur einmitt leið til þess að opna á samtal. Við þurfum að skapa menningu þar sem fólk getur rætt málefni án þess að verða að persónulegu skotmarki, þar sem við getum gagnrýnt hugmyndir án þess að ráðast á manneskjuna sem setti þær fram og síðast en ekki síst að að skapa rými þar sem ólíkum skoðunum er tekið fagnandi, samfélaginu til heilla. Samtalið er hornsteinn lýðræðisins Ef við viljum styrkja lýðræðið, þurfum við að byrja á umræðumenningunni. Við þurfum að æfa okkur í að hlusta, spyrja og ræða saman án þess að taka hlutum persónulega. Við þurfum líka að styrkja sjálfsmynd okkar sem samfélags: að ósamstaða í einstökum málum þýðir ekki ósætti, heldur eðlilega fjölbreytni í samfélagi. Slíkt er styrkur, ekki veikleiki. Við höfum einstaka möguleika til að byggja upp lýðræðislegt og skapandi samfélag. En það gerist ekki með því að allir séu sammála. Það gerist þegar við lærum listina að vera ósammála, af virðingu, hugrekki og væntumþykju til samfélagsins. Höfundur er félagsfræðingur með sérhæfingu í samfélagsþróun og nýsköpun.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun