Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 14:17 Frá Poza Rica í Veracruz. Ástandið í bænum þykir hræðilegt og takmörkuð aðstoð hefur borist íbúum. AP/Felix Marquez Sex dögum eftir að tugir manna dóu vegna úrhellis í Mexíkó er fjölmargra enn saknað. Að minnsta kosti 66 eru látnir, samkvæmt tölum sem birtar voru í gærkvöldi, en enn hefur ekki tekist að finna 75 til viðbótar eftir að skyndiflóð og aurskriður léku íbúa Mexíkó grátt. Björgunarsveitum hafði enn ekki tekist að ná til um tvö hundruð bæja og þorpa sem einangruðust í hamförunum. Gagnrýni á störf ríkisstjórnar Mexíkó vegna hamfaranna hefur aukist til muna. Samkvæmt frétt Reuters hefur verið baulað á Cludia Sheinbaum, forseta landsins, þegar hún hefur heimsótt héruðin sem urðu hvað verst úti. Úrhellið olli miklum skemmdum í fimm ríkjum Mexíkó. Í einu þeirra, Veracruz, mældist rigningin 54 sentímetrar á nokkrum dögum í síðustu viku. Í samtali við AP fréttaveituna segir kona sem býr í bænum Poza Rica í Veracrus að lík liggi í leðjunni nærri húsi hennar og þó að hún hafi sagt frá því, hafi líkið ekki verið sótt. „Líkið er byrjað að rotna og enginn hefur komið og sótt hann,“ sagði Ana Luz Saucedo. Henni tókst naumlega að flýja bæinn með börnum sínum þegar flóðin byrjuðu í síðustu viku. Fréttaveitan segir að nokkrar götur í bænum liggi enn undir að minnsta kosti metra af vatni og leðju og þar ofan á séu allt að tveir metrar af alls konar braki eins og bílum og húsgögnum. Úrhelli í lok rigningartímabils Yfirvöld í Mexíkó segja að hamfarirnar útskýrist af einstökum aðstæðum sem sköpuðust í síðustu viku. Nokkur veðurkerfi hafi sameinast og valdið gífurlegri rigningu, í lok tímabils þar sem mikið hafði rignt. Þess vegna var fyrir mikið vatn í ám og jarðvegur blautur, sem gerði ástandið enn verra. Íbúar hafa þó kvartað yfir því að viðvaranir hafi borist allt of seint og mun fleiri hafi þess vegna dáið í flóðunum. „Margir dóu af því þeir voru ekki varaðir við. Þau vöruðu okkur ekki við,“ sagði Saucedo. Hún sagði fyrstu viðvaranir eingöngu hafa borist þegar árnar voru byrjaðar að flæða yfir bakka sína. Ekki áður, svo fólk hefði haft tíma til að komast í skjól. Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Björgunarsveitum hafði enn ekki tekist að ná til um tvö hundruð bæja og þorpa sem einangruðust í hamförunum. Gagnrýni á störf ríkisstjórnar Mexíkó vegna hamfaranna hefur aukist til muna. Samkvæmt frétt Reuters hefur verið baulað á Cludia Sheinbaum, forseta landsins, þegar hún hefur heimsótt héruðin sem urðu hvað verst úti. Úrhellið olli miklum skemmdum í fimm ríkjum Mexíkó. Í einu þeirra, Veracruz, mældist rigningin 54 sentímetrar á nokkrum dögum í síðustu viku. Í samtali við AP fréttaveituna segir kona sem býr í bænum Poza Rica í Veracrus að lík liggi í leðjunni nærri húsi hennar og þó að hún hafi sagt frá því, hafi líkið ekki verið sótt. „Líkið er byrjað að rotna og enginn hefur komið og sótt hann,“ sagði Ana Luz Saucedo. Henni tókst naumlega að flýja bæinn með börnum sínum þegar flóðin byrjuðu í síðustu viku. Fréttaveitan segir að nokkrar götur í bænum liggi enn undir að minnsta kosti metra af vatni og leðju og þar ofan á séu allt að tveir metrar af alls konar braki eins og bílum og húsgögnum. Úrhelli í lok rigningartímabils Yfirvöld í Mexíkó segja að hamfarirnar útskýrist af einstökum aðstæðum sem sköpuðust í síðustu viku. Nokkur veðurkerfi hafi sameinast og valdið gífurlegri rigningu, í lok tímabils þar sem mikið hafði rignt. Þess vegna var fyrir mikið vatn í ám og jarðvegur blautur, sem gerði ástandið enn verra. Íbúar hafa þó kvartað yfir því að viðvaranir hafi borist allt of seint og mun fleiri hafi þess vegna dáið í flóðunum. „Margir dóu af því þeir voru ekki varaðir við. Þau vöruðu okkur ekki við,“ sagði Saucedo. Hún sagði fyrstu viðvaranir eingöngu hafa borist þegar árnar voru byrjaðar að flæða yfir bakka sína. Ekki áður, svo fólk hefði haft tíma til að komast í skjól.
Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira