Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2025 14:16 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Hulda Margrét Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust. Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira