Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2025 14:16 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Hulda Margrét Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust. Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira