Sport

Ricky Hatton fyrir­fór sér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ricky Hatton var meðal vinsælustu íþróttamanna Bretlands; sannkölluð alþýðuhetja.
Ricky Hatton var meðal vinsælustu íþróttamanna Bretlands; sannkölluð alþýðuhetja. getty/Dave Thompson

Rannsókn á andláti hnefaleikakappans Rickys Hatton hefur leitt í ljós að dánarorsök hans var sjálfsmorð.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.

Hatton fannst látinn á heimili sínu 14. september síðastliðinn. Hann var 46 ára. Umboðsmaður og vinur Hattons, Paul Speak, kom að honum.

Skömmu áður en hann lést hafði Hatton boðað endurkomu sína í hringinn.

Jarðarför Hattons fór fram að viðstöddu fjölmenni í dómkirkjunni í Manchester á sunnudaginn.

Hatton keppti á árunum 1997-2012 og varð heimsmeistari í bæði léttveltivigt og veltivigt.

Hann lét eftir sig þrjú börn; soninn Campbell og dæturnar Fearne Grace og Millie.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×