Körfubolti

Martin á­fram í sex­tán liða úr­slit Meistaradeildarinnar

Aron Guðmundsson skrifar
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin Vísir/Getty

Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlin eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í körfubolta. Þetta var ljóst eftir sigur liðsins gegn Sabah í kvöld.

Martin, sem meiddist í landsliðsverkefni með Íslandi undir lok síðasta mánaðar er enn ekki orðinn heill heilsu og var ekki í leikmannahópi Alba Berlin í kvöld þar sem að sigur gegn Sabah frá Aserbaíjan , í lokaumferð riðlakeppninnar, myndi tryggja liðinu sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fjarvera Martins kom ekki að sök því að liðsfélagar hans hjá Alba Berlin sigldu heim nokkuð öruggum tuttugu og fjögurra stiga sigri, 106-82. 

Sigurinn sér til þess að Alba Berlin endar á toppi B-riðils með 11 stig og tryggir sér þar með beinan farmiða í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti riðilsins, Chalon og Era Nymburk, munu hins vegar þurfa að fara í gegnum umspil fyrir 16-liða úrslitin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×