Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2025 07:44 Andrés, Giuffre og Ghislaine Maxwell. Epstein tók myndina. Virginia Roberts Giuffre heitin, sem lést fyrr á árinu, lýsir því í nýrri bók hvernig það kom til að hún festist í vef athafna- og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Þá greinir hún frá kynnum sínum af Andrési Bretaprins og brotum hans gegn henni. Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira
Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira