Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar 15. október 2025 18:02 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum varðandi sjálfbærni velferðarkerfisins vegna innflutnings nýrra hópa og glufa í regluverki. Kerfið er orðið útjaskað vegna þessarar misnotkunar og misskilinnar góðmennsku íslenskra yfirvalda sem virðast treg til að lagfæra þessar brotalamir. Óvirkir nýbúar og fullur réttur án vinnu Ný tegund nýbúa er að festa rætur á Íslandi en hér er um að ræða fólk sem flytur hingað og fær 90% rétt á eftirlaunum og örorkubótum án þess að hafa unnið til þess í 40 ár, eins og Íslendingar þurfa almennt að gera. Þessi hópur nýtur sömu biðréttinda og íslenskir ríkisborgarar sem flytja heim eftir búsetu erlendis. Hópurinn er efnahagslega óvirkur en er engu að síður tekinn með í efnahagstölum, sem vekur upp spurningar um raunverulegt álag á velferðarkerfið og gildi efnahagstalnanna. Sjúkratryggingakerfið ofhlaðið Annar hópur, sem er mun stærri, kemur til Íslands til að vinna en fer beint á sjúkratryggingakerfið í gegnum samevrópska sjúkratryggingakortið. Kortið er einungis ætlað ferðamönnum. Það var aldrei markmið með kortinu að íbúar Evrópska efnahagssvæðisins (EES) flyttu sig beint á milli landa til að fá bestu velferðina. Slík framkvæmd er ekki sjálfbær. Víða annars staðar á EES svæðinu þarf fólk að bíða í allt að fimm ár eftir að komast á sjúkratryggingar viðkomandi lands, sem sýnir hversu opið íslenska kerfið er í samanburði. Vinna á Íslandi – Lifa á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu Einnig kemur stór hópur fólks til að vinna hluta úr ári og fer síðan á íslenskar atvinnuleysisbætur í heimalandinu þar sem íslensku atvinnuleysisbæturnar eru margfaldar á við þau laun eða atvinnuleysisbætur sem bjóðast í heimalandinu. Þetta felur í sér að fólk getur lifað á íslenskum atvinnuleysisbótum í heimalandinu þar sem bæturnar hafa meira kaupmáttargildi. Vefsíður hafa litið dagsins ljós sem eru ætlaðar farandverkafólki frá A-Evrópu og kenna hvernig á að misnota kerfið. Tillögur um að stöðva greiðslur til útlanda Tryggingastofnun (TR) greiðir í hverjum mánuði bætur og örorku inn á um 5000 erlenda reikninga. Ef fylgja ætti fordæmi Finna og Svía ætti alfarið að loka fyrir þessar greiðslur og greiða einungis inn á reikninga á Íslandi til aðila með lögheimili á Íslandi. Slíkt myndi tryggja að velferðarfé væri varið til íbúa landsins með lögheimili á Íslandi og draga úr aðgengi að kerfismisnotkun sem hefur leitt til þess að íslenskt velferðarkerfi er nú orðið útjaskað. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun