Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2025 18:33 Svandís segist þekkja þjónustu Ljóssins vel. Hún hafi nýtt sér hana bæði sem krabbameinssjúklingur og aðstandandi og hafi áður kynnst henni sem heilbrigðisráðherra. Hún segir starfsemi samtakanna gríðarlega mikilvæga. Vilhelm/Anton Brink Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“ Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að henni þætti starf Ljóssins mikilvægt en hún vildi frekar að framlög til samtakanna yrðu tryggð með langtímasamningum. Tilefnið var nýleg umfjöllun um að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir 200 milljón króna viðbótarframlagi til Ljóssins. Framlagið var einskiptisframlag, „ekki framlag sem er búið að vera hér í mörg ár,“ sagði Kristrún meðal annars í svarinu sínu. Svandís Svavarsdóttir gegndi embætti heilbrigðisráðherra árin 2017 til 2021 og segist í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis þá hafa kynnst starfsemi Ljóssins. Síðar hafi hún nýtt sér þjónustu samtakanna, bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi en hún glímdi við brjóstakrabbamein í fyrra. Henni þykir að samtökunum vegið með því að kalla þau „samtök úti í bæ“ og segir að þau séu hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu. „Þetta er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, starfar með leyfi frá embætti Landlæknis og er í mjög nánu samstarfi við Landspítalann. Það er öllum krabbameinsgreindum vísað þangað í endurhæfingu. Þetta er viðurkennt heilbrigðisúrræði og starfsemi sem sparar ríkinu verulegan kostnað,“ segir Svandís. Ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum Hún bendir á að endurhæfing sé hvergi annars staðar veitt á grundvelli iðjuþjálfunar. Þar sé sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, næringarráðgjöf og fleira aðgengilegt. Endurhæfingin sé studd og viðurkennd af opinberum aðilum og hlekkur í þjónustu við krabbameinsgreinda. „Og það er ótækt að tala um það eins og það sé hvaða samtök sem er úti í bæ,“ segir Svandís. Hún segir fjárhagsvanda Ljóssins beina afleiðingu af því að þjónustusamningur við samtökin sé útrunninn. Við gerð fjárlaga síðasta árs hafi þáverandi formaður fjárlaganefndar reiknað með að framlagið yrði hærra í ár. Í fjárlagafrumvarpi þessa árs sé gert ráð fyrir 283 milljónum til Ljóssins, fjörutíu prósent minna en í fyrra. Svandís bendir á að krabbameinsgreiningum fjölgi verulega milli ára og því þurfi að búa vel að þjónustu Ljóssins. „Þetta er ekki spurning um að bjarga góðgerðarsamtökum heldur að tryggja að fólk sem greinist með krabbamein fái þá endurhæfingu sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur sjálft viðurkennt og undirstrikað að sé nauðsynleg. Og það er óvirðing gagnvart fólki sem vinnur í ljósinu og gagnvart sjúklingum að tala þannig að heilbrigðisþjónusta sem Landspítalinn sjálfur hefur byggt á sé fjármögnun samtaka úti í bæ.“
Krabbamein Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Vinstri græn Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira