Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Soffia S. Sigurgeisdóttir og Elva Rakel Jónsdóttir skrifa 15. október 2025 09:03 Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á? Margt af því sem eykur hagvöxt hefur neikvæð áhrif á þessa þætti, eins og byggingarframkvæmdir sem stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda, þungaflutningar sem valda loftmengun eða neysla á einnota vörum. Samkvæmt nýjustu úttekt World Economic Forum (Global Risks Report 2025) hefur ofnýting auðlinda og hnignun vistkerfa bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Aukin fjárhagsleg útgjöld þjóða og atvinnulífs vegna loftslagsbreytinga er staðreynd og til viðbótar er að aukast hratt sá kostnaður sem tengist skertri framleiðslugetu vinnuafls vegna hnignandi heilsu og vellíðan starfsfólks. Samfélög þurfa að horfast í augu við auknar lýðheilsu áskoranir líkt og aukið þunglyndi, meiri streitu, einsemd, félagslega einangrun og kulnun. Áætlað er að um 330 milljónir manna glími nú við þunglyndi á heimsvísu og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að þunglyndi sé ein helsta orsök örorku á heimsvísu og svo er einnig hér á landi. Samkvæmt OECD nemur heildarkostnaður geðraskana að jafnaði um 4,9% af landsframleiðslu í OECD-ríkjum, þar af um helmingur vegna tapaðrar framleiðni og minni afkasta á vinnumarkaði. Þessi þróun er einnig að eiga sér stað hér á landi. Samkvæmt nýútgefnum Talnabrunni Embættis landlæknis metur einn þriðji fullorðinna geðheilsu sína slæma, tæplega þriðjungur finnur fyrir mikilli streitu, 11% upplifa oft einmanaleika, aðeins helmingur telur sig mjög hamingjusöm og einungis 17% upplifa mikla velsæld. Við hljótum að geta gert betur. Þessi samtenging, á milli hámörkunar hagvaxtar og hnignunar velsældar, kallar á nýja nálgun. Við þurfum að spyrja; Hvenær hættir meiri vöxtur að skila raunverulegum ávinningi fyrir samfélagið og byrjar þess í stað að grafa undan heilsu, velsæld, félagstengslum og sjálfbærni? Ný sýn á árangur Velsældarhagkerfi býður upp á nýja nálgun. Það leggur áherslu á að mæla og efla raunveruleg lífsgæði fólks og náttúru, ekki aðeins hagvöxt. Markmiðið er að tryggja heilsu, jöfnuð, menntun, sjálfbærni og samfélagslegt öryggi og að ákvarðanir, hvort sem er í ríkisfjármálum eða rekstri fyrirtækja, miði að því að bæta lífsgæði í stað þess að hámarka einungis framleiðni. Ísland hefur þegar stigið mikilvægt skref í þessa átt með því að innleiða 40 velsældarvísa sem byggja á félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum. Þessir mælikvarðar tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýju regluverki ESB um sjálfbærni (ESRS), og skapa þannig sameiginlegan grunn til að meta árangur út frá heildstæðri sýn. Sameiginleg ábyrgð stjórnvalda og atvinnulífs Velsæld er ekki aðeins markmið stjórnvalda, hún er sameiginleg ábyrgð atvinnulífsins og okkar allra. Fyrirtæki og stofnanir hafa tækifæri til að vera virkir þátttakendur í umbreytingunni með því að samþætta velsældar viðmið við stefnumótun, mannauðsstjórnun og og ábyrgan rekstur. Þau fyrirtæki sem forgangsraða í þágu velsældar eru betur í stakk búin til að takast á við áföll og breytingar. Áhersla á vellíðan og aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs getur auk þess stuðlað að meiri starfsánægju og þátttöku starfsfólks og haft góð áhrif á nýsköpun og framleiðni Það sem skiptir máli er ekki aðeins að vaxa, heldur að huga að því hvernig við vöxum og fyrir hverja. Ef við breytum ekki hagkerfinu, helst þróunin óbreytt. En ef við breytum því í þágu velsældar, þá breytist margt til hins betra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsu Embættis Landlæknis Soffia S. Sigurgeisdóttir er framkvæmdastjóri Langbrókar Elva Rakel Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Festu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í áratugi höfum við metið árangur þjóða út frá hagvexti, mældum í vergri þjóðarframleiðslu (VÞF eða GDP). En við höfum sjaldan spurt: Hvað kostar þessi vöxtur? Hvernig hefur hann áhrif á heilsu og velsæld fólks, félagslegt réttlæti og auðlindir náttúrunnar sem líf okkar byggir á? Margt af því sem eykur hagvöxt hefur neikvæð áhrif á þessa þætti, eins og byggingarframkvæmdir sem stuðla að losun gróðurhúsalofttegunda, þungaflutningar sem valda loftmengun eða neysla á einnota vörum. Samkvæmt nýjustu úttekt World Economic Forum (Global Risks Report 2025) hefur ofnýting auðlinda og hnignun vistkerfa bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og efnahagslegan stöðugleika. Aukin fjárhagsleg útgjöld þjóða og atvinnulífs vegna loftslagsbreytinga er staðreynd og til viðbótar er að aukast hratt sá kostnaður sem tengist skertri framleiðslugetu vinnuafls vegna hnignandi heilsu og vellíðan starfsfólks. Samfélög þurfa að horfast í augu við auknar lýðheilsu áskoranir líkt og aukið þunglyndi, meiri streitu, einsemd, félagslega einangrun og kulnun. Áætlað er að um 330 milljónir manna glími nú við þunglyndi á heimsvísu og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að þunglyndi sé ein helsta orsök örorku á heimsvísu og svo er einnig hér á landi. Samkvæmt OECD nemur heildarkostnaður geðraskana að jafnaði um 4,9% af landsframleiðslu í OECD-ríkjum, þar af um helmingur vegna tapaðrar framleiðni og minni afkasta á vinnumarkaði. Þessi þróun er einnig að eiga sér stað hér á landi. Samkvæmt nýútgefnum Talnabrunni Embættis landlæknis metur einn þriðji fullorðinna geðheilsu sína slæma, tæplega þriðjungur finnur fyrir mikilli streitu, 11% upplifa oft einmanaleika, aðeins helmingur telur sig mjög hamingjusöm og einungis 17% upplifa mikla velsæld. Við hljótum að geta gert betur. Þessi samtenging, á milli hámörkunar hagvaxtar og hnignunar velsældar, kallar á nýja nálgun. Við þurfum að spyrja; Hvenær hættir meiri vöxtur að skila raunverulegum ávinningi fyrir samfélagið og byrjar þess í stað að grafa undan heilsu, velsæld, félagstengslum og sjálfbærni? Ný sýn á árangur Velsældarhagkerfi býður upp á nýja nálgun. Það leggur áherslu á að mæla og efla raunveruleg lífsgæði fólks og náttúru, ekki aðeins hagvöxt. Markmiðið er að tryggja heilsu, jöfnuð, menntun, sjálfbærni og samfélagslegt öryggi og að ákvarðanir, hvort sem er í ríkisfjármálum eða rekstri fyrirtækja, miði að því að bæta lífsgæði í stað þess að hámarka einungis framleiðni. Ísland hefur þegar stigið mikilvægt skref í þessa átt með því að innleiða 40 velsældarvísa sem byggja á félagslegum, efnahagslegum og umhverfislegum þáttum. Þessir mælikvarðar tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýju regluverki ESB um sjálfbærni (ESRS), og skapa þannig sameiginlegan grunn til að meta árangur út frá heildstæðri sýn. Sameiginleg ábyrgð stjórnvalda og atvinnulífs Velsæld er ekki aðeins markmið stjórnvalda, hún er sameiginleg ábyrgð atvinnulífsins og okkar allra. Fyrirtæki og stofnanir hafa tækifæri til að vera virkir þátttakendur í umbreytingunni með því að samþætta velsældar viðmið við stefnumótun, mannauðsstjórnun og og ábyrgan rekstur. Þau fyrirtæki sem forgangsraða í þágu velsældar eru betur í stakk búin til að takast á við áföll og breytingar. Áhersla á vellíðan og aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs getur auk þess stuðlað að meiri starfsánægju og þátttöku starfsfólks og haft góð áhrif á nýsköpun og framleiðni Það sem skiptir máli er ekki aðeins að vaxa, heldur að huga að því hvernig við vöxum og fyrir hverja. Ef við breytum ekki hagkerfinu, helst þróunin óbreytt. En ef við breytum því í þágu velsældar, þá breytist margt til hins betra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er sviðsstjóri lýðheilsu Embættis Landlæknis Soffia S. Sigurgeisdóttir er framkvæmdastjóri Langbrókar Elva Rakel Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Festu
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun