Fótbolti

Jon Dahl rekinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jon Dahl Tomasson hefur verið látinn taka poka sinn. 
Jon Dahl Tomasson hefur verið látinn taka poka sinn.  Michael Campanella/Getty Images

Danski knattspyrnustjórinn Jon Dahl Tomasson hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Svía en kornið sem fyllti mælinn var tap Svía gegn Kósóvó í undankeppni HM í gær.

Liðið er aðeins með eitt stig í B-riðlinum en ásamt þeim eru Slóvenar, Kósóvóar og Svisslendingar í riðlinum. Jon Dahl var aðeins tæplega tvö ár landsliðsþjálfari Svía. Aftonbladet greinir frá.

Tomasson leiddi Svía upp í B-deild Þjóðadeildarinnar en þegar undankeppni HM hófst fór flest allt úrskeiðis sem hægt var. Úrslitin hafa verið vonbrigði og liðið hefur aðeins fengið eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum.

„Ákvörðunin sem stjórn sambandsins tók byggist á því að karlalandsliðið hefur ekki náð þeim árangri sem við höfðum vænst. Enn er möguleiki á að komast í umspil í mars, og það er á okkar ábyrgð að tryggja að liðið hafi sem bestar forsendur til að ná þeim árangri. Við teljum að það krefjist nýs leiðtoga í formi nýs landsliðsþjálfara,“ sagði Simon Åström, formaður sænska knattspyrnusambandsins, í yfirlýsingu frá sambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×