Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2025 12:47 Frakkar eru mættir til Íslands og mæta okkar mönnum á Laugardalsvellinum klukkan 18:45 í kvöld. getty/Tnani Badreddine Íslendingar geta komið í veg fyrir að Frakkar tryggi sér sæti á HM í fótbolta í kvöld. Ísland og Frakkland eigast þá við á Laugardalsvellinum í D-riðli undankeppni HM 2026. Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.
Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01
„Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32