Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 08:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar settu met þegar þeir komust inn á HM 2018 enda Ísland fámennasta þjóðin. Nú eru stuðningmenn Curacao að upplifa HM-drauminn og heimsmeistaramótið nálgast með hverjum sigurleik. Getty/Jan Kruger/ANP Ísland er í dag fámennasta þjóðin sem hefur tekið þátt í heimsmeistarakeppni karla í fótbolta en verður það kannski ekki mikið lengur. Ísland setti metið með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018. Nú er þetta met Íslands í mikilli hættu þökk sé fámennri þjóð úr Karabíska hafinu. Curacao er í góðum málum í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku eftir 2-0 sigur á Jamaíku um helgina. Landsliðsmenn Curacao hafa staðið sig frábærlega í undankeppni HM til þessa.Getty/ANP Curacao er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, einu stigi meira en Jamaíka. Það eru þrír leikir eftir og því níu stig eftir í pottinum. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. View this post on Instagram A post shared by Concacaf (@concacaf) Curacao gerði jafntefli við Trínidad á útivelli í fyrsta leik en hefur síðan unnið tvo heimaleiki í röð á móti Bermúda (3-2) og svo þennan sigur á Jamaíka. Leikurinn var spilaður á Ergilio Hato-leikvanginum í Willemstad, höfuðborg Curacao, sem tekur rúmlega níu þúsund manns. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM fyrir átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao og allt landið er aðeins 444 ferkílómetrar, eða minna en Reykjanesið. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Það fylgir þó sögunni að Curacao á eftir tvo útileiki en tveir af síðustu þremur leikjum Jamaíkumanna eru á heimavelli. View this post on Instagram A post shared by Izak (@hrvizak) HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Ísland setti metið með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018. Nú er þetta met Íslands í mikilli hættu þökk sé fámennri þjóð úr Karabíska hafinu. Curacao er í góðum málum í sínum riðli í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku eftir 2-0 sigur á Jamaíku um helgina. Landsliðsmenn Curacao hafa staðið sig frábærlega í undankeppni HM til þessa.Getty/ANP Curacao er í efsta sæti riðilsins með sjö stig, einu stigi meira en Jamaíka. Það eru þrír leikir eftir og því níu stig eftir í pottinum. Efsta liðið tryggir sig inn á heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Lokaleikurinn í riðlinum verður á milli Jamaíka og Curacao í nóvember en hann fer fram í Kingston í Jamaíku. View this post on Instagram A post shared by Concacaf (@concacaf) Curacao gerði jafntefli við Trínidad á útivelli í fyrsta leik en hefur síðan unnið tvo heimaleiki í röð á móti Bermúda (3-2) og svo þennan sigur á Jamaíka. Leikurinn var spilaður á Ergilio Hato-leikvanginum í Willemstad, höfuðborg Curacao, sem tekur rúmlega níu þúsund manns. Curacao er eyríki í Karíbahafi, um 65 km undan strönd Venesúela. Það er rétt við Suður-Ameríku. Íslendingar voru rúmlega 350 þúsund þegar íslenska karlalandsliðið tryggði sig inn á HM fyrir átta árum. Það búa hins vegar aðeins 185 þúsund manns á Curacao og allt landið er aðeins 444 ferkílómetrar, eða minna en Reykjanesið. Það er því ljóst að Ísland missir metið takist Curacao að klára dæmið. Það fylgir þó sögunni að Curacao á eftir tvo útileiki en tveir af síðustu þremur leikjum Jamaíkumanna eru á heimavelli. View this post on Instagram A post shared by Izak (@hrvizak)
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira