Fótbolti

Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Ís­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ibrahima Konaté er fastamaður í liði Liverpool.
Ibrahima Konaté er fastamaður í liði Liverpool. EPA/ADAM VAUGHAN

Kylian Mbappé er ekki eina stjarna franska fótboltalandsliðsins sem hefur helst úr lestinni eftir leikinn á móti Aserbaídsjan í undankeppni HM í gærkvöldi

Áður var komið í ljós að Kylian Mbappé væri farinn heim til Madrid og yrði ekki með á Laugardalsvellinum en nú er ljóst að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté missir líka af Íslandsleiknum.

Franska stórblaðið segir frá þessum vandræðum Konaté.

Konaté kom meiddur til móts við franska liðið frá Liverpool og mun nú yfirgefa æfingabúðir franska landsliðsins og snúa aftur til Liverpool.

Hann sat á varamannabekknum í gær í 3-0 sigrinum á Aserbaídsjan (3-0) og mun af þessum sökum ekki ferðast með liðinu til Íslands á mánudag.

Miðvörður Liverpool er meiddur í læri en Mbappé er meiddur á hægri ökkla en nýjustu rannsóknir á honum eru þó traustvekjandi enda sýndu myndatökur að meiðslin eru ekki alvarleg. Báðir leikmennirnir voru í meðferð fyrstu daga æfingabúðanna og fylgdu sérsniðnu æfingaprógrammi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×