Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar 10. október 2025 14:00 Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá VR um það hvort félagsfólk vilji halda varasjóðnum óbreyttum eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum. En þá spyr fólk sig, hvort er betra fyrir mig? Ég get ekki svarað þessu fyrir þig en ég get sagt þér frá mínu sjónarhorni og hvernig ég sé þetta fyrir mér. Samkvæmt tölfræði VR þá myndi ég falla vel undir það að vera akkúrat hinn dæmigerði VR-ingur, rétt undir meðal aldri og launin rétt í meðallaunum VR. Einu sinni á ári er greitt inn á varasjóðinn hjá félagsfólki VR, þetta eru um 4% af einum mánaðarlaunum sem kemur þar inn eftir aðalfund félagsins eða rétt tæplega 30.000 kr. í mínu tilfelli. Þetta er vissulega alveg ágæt upphæð og hef ég nýtt hana á hverju ári, svo hún fer ekki til spillis. En ef við hugsum þetta aðeins þýðir það að manneskja sem er með milljón í laun fær um 40.000 kr. og ef þú ert með 450.000 kr. í laun ertu aðeins að fá um 18.000 kr. Þetta er í raun tekjutengt kerfi sem endurspeglar launamuninn á vinnumarkaðnum ekki kerfi sem jafnar leikinn. Sem félagskona í stéttarfélagi sem stendur fyrir jöfnuð, þá finnst mér það dálítið þversagnakennt. Hefðbundið stykjakerfi – allir með sama rétt Í hefðbundna styrkjakerfinu hefði ég getað fengið allt að 120.000 kr. á ári í styrki alveg óháð því hvort ég er með 450, 750 eða 950 þúsund í laun að því gefnu að ég sé fullgildur félagsmaður.Það er fjórfalt meira en ég fæ í dag. Ég hefði getað nýtt styrkina í svipaða hluti og áður – heilsu, líkamsrækt og gleraugu svo eitthvað sé nefnt, án þess að þurfa að bíða eftir að sjóðurinn safnist upp. Þetta kerfi er einfalt, skýrt og jafnt. Það hendar fólki sem nýtir styrki reglulega- eins og mér. En hvað með þá sem safna? Sumir segja að varasjóðurinn sé betri fyrir þá sem vilja safna upp inneign í mörg ár og nota hana svo í stærri útgjöld síðar.Það á alveg rétt á sér – sérstaklega ef þú nýtir sjaldan styrki. En fyrir mig og marga aðra sem nýta sjóðinn sinn árlega, þá er þetta ekki sparnaður – þetta er einfaldlega lítið framlag sem dugir skammt. Þegar ég nýti varastjóðinn minn, tæmist hann alveg.Ég hef ekkert til góða, og þarf að bíða til næsta árs eftir nýju framlagi.Í hefðbundna kerfinu væri ég með margfalt meira svigrúm og meiri sveigjanleika. Ég skil að margir vilja halda í varasjóðinn – sérstaklega þeir sem eru tekjuhærri og hafa safnað inneign.Það er mannlega að vilja verja það sem maður hefur byggt upp. En ef ég horfi á þetta út frá mínu eigin sjónarhorni, með félagskona í VR með meðaltekjur, þá sé ég að hefðbundna styrkjakerfið er einfaldlegra hagstæðara fyrir mig.Það er réttlátara, gagnsærra og þjónar vel öllum hópum innan VR – ekki bara þeim tekjuhæstu. Kjarni málsins er í rauninni einfaldur: Viljum við kerfi sem byggist á jöfnum réttindum eða á launamuninum?Ég veit mitt svar. Ég ætla að kjósa hefðbundna styrkjakerfið, ekki afþví að sé sé óángæð með varasjóðinn heldur af því að ég trúi því að VR eigi að standa fyrir jöfnuð og samstöðu.Kerfi sem tryggir öllum sömu tækifæri – það er félag sem ég vil tilheyra. Hægt er að kynna sér málið betur og nýta kosningarétt sinn inn á https://www.vr.is/ Höfundur er varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá VR um það hvort félagsfólk vilji halda varasjóðnum óbreyttum eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum. En þá spyr fólk sig, hvort er betra fyrir mig? Ég get ekki svarað þessu fyrir þig en ég get sagt þér frá mínu sjónarhorni og hvernig ég sé þetta fyrir mér. Samkvæmt tölfræði VR þá myndi ég falla vel undir það að vera akkúrat hinn dæmigerði VR-ingur, rétt undir meðal aldri og launin rétt í meðallaunum VR. Einu sinni á ári er greitt inn á varasjóðinn hjá félagsfólki VR, þetta eru um 4% af einum mánaðarlaunum sem kemur þar inn eftir aðalfund félagsins eða rétt tæplega 30.000 kr. í mínu tilfelli. Þetta er vissulega alveg ágæt upphæð og hef ég nýtt hana á hverju ári, svo hún fer ekki til spillis. En ef við hugsum þetta aðeins þýðir það að manneskja sem er með milljón í laun fær um 40.000 kr. og ef þú ert með 450.000 kr. í laun ertu aðeins að fá um 18.000 kr. Þetta er í raun tekjutengt kerfi sem endurspeglar launamuninn á vinnumarkaðnum ekki kerfi sem jafnar leikinn. Sem félagskona í stéttarfélagi sem stendur fyrir jöfnuð, þá finnst mér það dálítið þversagnakennt. Hefðbundið stykjakerfi – allir með sama rétt Í hefðbundna styrkjakerfinu hefði ég getað fengið allt að 120.000 kr. á ári í styrki alveg óháð því hvort ég er með 450, 750 eða 950 þúsund í laun að því gefnu að ég sé fullgildur félagsmaður.Það er fjórfalt meira en ég fæ í dag. Ég hefði getað nýtt styrkina í svipaða hluti og áður – heilsu, líkamsrækt og gleraugu svo eitthvað sé nefnt, án þess að þurfa að bíða eftir að sjóðurinn safnist upp. Þetta kerfi er einfalt, skýrt og jafnt. Það hendar fólki sem nýtir styrki reglulega- eins og mér. En hvað með þá sem safna? Sumir segja að varasjóðurinn sé betri fyrir þá sem vilja safna upp inneign í mörg ár og nota hana svo í stærri útgjöld síðar.Það á alveg rétt á sér – sérstaklega ef þú nýtir sjaldan styrki. En fyrir mig og marga aðra sem nýta sjóðinn sinn árlega, þá er þetta ekki sparnaður – þetta er einfaldlega lítið framlag sem dugir skammt. Þegar ég nýti varastjóðinn minn, tæmist hann alveg.Ég hef ekkert til góða, og þarf að bíða til næsta árs eftir nýju framlagi.Í hefðbundna kerfinu væri ég með margfalt meira svigrúm og meiri sveigjanleika. Ég skil að margir vilja halda í varasjóðinn – sérstaklega þeir sem eru tekjuhærri og hafa safnað inneign.Það er mannlega að vilja verja það sem maður hefur byggt upp. En ef ég horfi á þetta út frá mínu eigin sjónarhorni, með félagskona í VR með meðaltekjur, þá sé ég að hefðbundna styrkjakerfið er einfaldlegra hagstæðara fyrir mig.Það er réttlátara, gagnsærra og þjónar vel öllum hópum innan VR – ekki bara þeim tekjuhæstu. Kjarni málsins er í rauninni einfaldur: Viljum við kerfi sem byggist á jöfnum réttindum eða á launamuninum?Ég veit mitt svar. Ég ætla að kjósa hefðbundna styrkjakerfið, ekki afþví að sé sé óángæð með varasjóðinn heldur af því að ég trúi því að VR eigi að standa fyrir jöfnuð og samstöðu.Kerfi sem tryggir öllum sömu tækifæri – það er félag sem ég vil tilheyra. Hægt er að kynna sér málið betur og nýta kosningarétt sinn inn á https://www.vr.is/ Höfundur er varamaður í stjórn VR.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun