Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Árni Sæberg skrifar 9. október 2025 16:27 Logi Már Einarsson er ráðherra menningarmála. Vísir/Vilhelm Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni. Í samráðsgátt stjórnvalda hafa drög að frumvarpi til laga um menningarframlag streymisveitna til eflingar íslenskri menningu og íslenskri tungu. Komi niður á innlendri framleiðslu Þar segir segir að á síðustu árum hafi samkeppni við alþjóðlegar streymisveitur og samfélagsmiðla haft neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla, sem komi niður á framleiðslu innlends efnis og veiki þar með stöðu íslenskrar tungu. Með frumvarpinu sé lagt til að lögfest verði ný skylda innlendra og erlendra streymisveitna, með starfsemi á Íslandi, til að greiða svokallað menningarframlag. Menningarframlag verði í formi skatts sem nemi fimm prósentum af heildartekjum streymisveitna af sölu áskrifta á Íslandi. Fjárfestingar frádráttarbærar Þá segir að gert sé ráð fyrir að skatturinn lækki í samræmi við umfang beinna fjárfestinga í framleiðslu á innlendu efni og falli niður þegar beinar fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni nema fimm prósentum af skattstofni. Heimilt verði að dreifa kostnaði við beina fjárfestingu í innlendu efni sem er umfram fimm prósent af stofni til útreiknings menningarframlags á allt að þrjú ár. Í frumvarpinu segir að efni frumvarpsins snerti einkum starfsemi innlendra og erlendra streymisveitna með starfsemi hér á landi, það er fjölmiðlaveitna sem dreifa efni eftir pöntun til notenda hér á landi gegn áskriftargjaldi. Gera megi ráð fyrir að áhrif frumvarpsins verði mest á streymisveitur sem fjárfesta lítið eða takmarkað í nýju, íslensku efni, til dæmis erlendar streymisveitur á borð við Netflix, Viaplay, Amazon Prime, Disney+ og HBO Max, en íslenskar streymisveitur, í eigu Sýnar hf. og Símans hf., séu líklegri til að uppfylla kröfur um beina fjárfestingu í innlendu hljóð- og myndefni á íslensku nú þegar. Minni streymisveitur og Rúv undanþegin Streymisveitur með ársveltu undir tuttugu milljónum króna eða áskrifendafjölda undir einu prósenti af fjölda heimila á Íslandi, verði undanþegnar greiðslu menningarframlags. Ríkisútvarpið verði undanþegið greiðslu menningarframlags, með vísan til þeirra skyldna sem nú þegar hvíla á Ríkisútvarpinu um þátttöku þess í kvikmynda- og sjónvarpsgerð, meðal annars með kaupum af sjálfstæðum framleiðendum. Hið sama gildi um aðra sambærilega fjölmiðla sem heyra undir lög um um almannaþjónustufjölmiðla í öðrum EES-ríkjum. Þá verði streymisveitur sem eingöngu miðla íþróttaefni, fréttum eða trúarlegu efni undanþegnar greiðslu menningarframlags. Framlag í Kvikmyndasjóð hækkar Markmið frumvarpsins sé að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu kvikmynda, stuttmynda, leikins sjónvarpsefnis og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun. Frumvarpið sé liður í því að jafna samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla gagnvart erlendum streymisveitum. Auk þess kunni aukin fjárfesting í framleiðslu á innlendu efni að leiða til fleiri atvinnutækifæra fagfólks sem starfar við sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu hér á landi. Áætlað sé að frumvarpið muni skila tekjum sem renni í ríkissjóð. Til að unnt verði að ná því markmiði sem að er stefnt með frumvarpinu miðist tillagan við þá grundvallarforsendu að framlag ríkisins í Kvikmyndasjóð verði hækkað sem þeirri upphæð nemur, með ákvörðun Alþingis, sem ákveði skiptingu fjárheimilda til málefnasviða og málaflokka í fjárlögum ár hvert. Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Bíó og sjónvarp Rekstur hins opinbera Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda hafa drög að frumvarpi til laga um menningarframlag streymisveitna til eflingar íslenskri menningu og íslenskri tungu. Komi niður á innlendri framleiðslu Þar segir segir að á síðustu árum hafi samkeppni við alþjóðlegar streymisveitur og samfélagsmiðla haft neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi og samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla, sem komi niður á framleiðslu innlends efnis og veiki þar með stöðu íslenskrar tungu. Með frumvarpinu sé lagt til að lögfest verði ný skylda innlendra og erlendra streymisveitna, með starfsemi á Íslandi, til að greiða svokallað menningarframlag. Menningarframlag verði í formi skatts sem nemi fimm prósentum af heildartekjum streymisveitna af sölu áskrifta á Íslandi. Fjárfestingar frádráttarbærar Þá segir að gert sé ráð fyrir að skatturinn lækki í samræmi við umfang beinna fjárfestinga í framleiðslu á innlendu efni og falli niður þegar beinar fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni nema fimm prósentum af skattstofni. Heimilt verði að dreifa kostnaði við beina fjárfestingu í innlendu efni sem er umfram fimm prósent af stofni til útreiknings menningarframlags á allt að þrjú ár. Í frumvarpinu segir að efni frumvarpsins snerti einkum starfsemi innlendra og erlendra streymisveitna með starfsemi hér á landi, það er fjölmiðlaveitna sem dreifa efni eftir pöntun til notenda hér á landi gegn áskriftargjaldi. Gera megi ráð fyrir að áhrif frumvarpsins verði mest á streymisveitur sem fjárfesta lítið eða takmarkað í nýju, íslensku efni, til dæmis erlendar streymisveitur á borð við Netflix, Viaplay, Amazon Prime, Disney+ og HBO Max, en íslenskar streymisveitur, í eigu Sýnar hf. og Símans hf., séu líklegri til að uppfylla kröfur um beina fjárfestingu í innlendu hljóð- og myndefni á íslensku nú þegar. Minni streymisveitur og Rúv undanþegin Streymisveitur með ársveltu undir tuttugu milljónum króna eða áskrifendafjölda undir einu prósenti af fjölda heimila á Íslandi, verði undanþegnar greiðslu menningarframlags. Ríkisútvarpið verði undanþegið greiðslu menningarframlags, með vísan til þeirra skyldna sem nú þegar hvíla á Ríkisútvarpinu um þátttöku þess í kvikmynda- og sjónvarpsgerð, meðal annars með kaupum af sjálfstæðum framleiðendum. Hið sama gildi um aðra sambærilega fjölmiðla sem heyra undir lög um um almannaþjónustufjölmiðla í öðrum EES-ríkjum. Þá verði streymisveitur sem eingöngu miðla íþróttaefni, fréttum eða trúarlegu efni undanþegnar greiðslu menningarframlags. Framlag í Kvikmyndasjóð hækkar Markmið frumvarpsins sé að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu kvikmynda, stuttmynda, leikins sjónvarpsefnis og heimildamynda, sem eru á íslensku eða hafa aðra íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun. Frumvarpið sé liður í því að jafna samkeppnisstöðu innlendra fjölmiðla gagnvart erlendum streymisveitum. Auk þess kunni aukin fjárfesting í framleiðslu á innlendu efni að leiða til fleiri atvinnutækifæra fagfólks sem starfar við sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu hér á landi. Áætlað sé að frumvarpið muni skila tekjum sem renni í ríkissjóð. Til að unnt verði að ná því markmiði sem að er stefnt með frumvarpinu miðist tillagan við þá grundvallarforsendu að framlag ríkisins í Kvikmyndasjóð verði hækkað sem þeirri upphæð nemur, með ákvörðun Alþingis, sem ákveði skiptingu fjárheimilda til málefnasviða og málaflokka í fjárlögum ár hvert.
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Bíó og sjónvarp Rekstur hins opinbera Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira