Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 9. október 2025 14:31 Frelsi á Íslandi á sér djúpar rætur og er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Frá landnámsöld til okkar tíma hefur hugmyndin um frelsi þróast og það er margt í sögu Íslands sem hefur mótað afstöðu Íslendinga til frelsis. Frelsið endurspeglast m.a. í lýðræðishefðum, réttindum einstaklinga og samfélagslegu sjálfstæði. Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með umræðu um frelsi á Íslandi síðustu vikur, jafnvel mánuði og ár. Umræðu sem að einhverju leyti litast af umræðu og umfjöllun um frelsi í öðrum löndum. Að mínu mati eru of margir sem taka þátt í umræðunni um frelsi ofur viðkvæmir fyrir skoðunum annarra og móðgast oft á tíðum yfir orðræðunni. Þetta á ekki síst við um þá sem eru hvað dómharðastir og nýta sér tjáningarfrelsið til að flokka fólk og setja það á bása. Vilja skilgreina fólk t.d. eftir trú, samfélagsstöðu, skautun í stjórnmálum eða kynvitund. Það er að mínu mati mikilvægt að gæta að jafnvæginu milli réttinda til að tjá skoðanir sínar og ábyrgðarinnar sem því fylgir, sérstaklega þegar túlka mætti framsetninguna sem hatursorðræðu og ærumeiðingar. Á Íslandi er tjáningarfrelsi verndað af stjórnarskránni, en það hafa líka verið sett í lög takmarkanir um tjáningu sem telst andstæð lögum, eins og um meiðyrði. En þjóðfélagsleg umræða litast oft af því hvar menn vilja draga mörkin. Við þekkjum öll umræðuna um samfélagsmiðla þar sem margir Íslendingar tjá sig frjálslega, en þar getur verið erfitt að draga mörk milli þess sem telst viðeigandi tjáning og þess sem getur brotið í bága við t.d. reglur um hatursorðræðu. Umræðan um frelsi mun örugglega halda áfram að þróast, sérstaklega í ljósi samfélagslegra breytinga og tækniþróunar. Mig langar með þessari grein óska þess að við sýnum ábyrgð þegar við tjáum okkur, sérstaklega um annað fólk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Samfélagsmiðlar Viðreisn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Frelsi á Íslandi á sér djúpar rætur og er óaðskiljanlegur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Frá landnámsöld til okkar tíma hefur hugmyndin um frelsi þróast og það er margt í sögu Íslands sem hefur mótað afstöðu Íslendinga til frelsis. Frelsið endurspeglast m.a. í lýðræðishefðum, réttindum einstaklinga og samfélagslegu sjálfstæði. Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með umræðu um frelsi á Íslandi síðustu vikur, jafnvel mánuði og ár. Umræðu sem að einhverju leyti litast af umræðu og umfjöllun um frelsi í öðrum löndum. Að mínu mati eru of margir sem taka þátt í umræðunni um frelsi ofur viðkvæmir fyrir skoðunum annarra og móðgast oft á tíðum yfir orðræðunni. Þetta á ekki síst við um þá sem eru hvað dómharðastir og nýta sér tjáningarfrelsið til að flokka fólk og setja það á bása. Vilja skilgreina fólk t.d. eftir trú, samfélagsstöðu, skautun í stjórnmálum eða kynvitund. Það er að mínu mati mikilvægt að gæta að jafnvæginu milli réttinda til að tjá skoðanir sínar og ábyrgðarinnar sem því fylgir, sérstaklega þegar túlka mætti framsetninguna sem hatursorðræðu og ærumeiðingar. Á Íslandi er tjáningarfrelsi verndað af stjórnarskránni, en það hafa líka verið sett í lög takmarkanir um tjáningu sem telst andstæð lögum, eins og um meiðyrði. En þjóðfélagsleg umræða litast oft af því hvar menn vilja draga mörkin. Við þekkjum öll umræðuna um samfélagsmiðla þar sem margir Íslendingar tjá sig frjálslega, en þar getur verið erfitt að draga mörk milli þess sem telst viðeigandi tjáning og þess sem getur brotið í bága við t.d. reglur um hatursorðræðu. Umræðan um frelsi mun örugglega halda áfram að þróast, sérstaklega í ljósi samfélagslegra breytinga og tækniþróunar. Mig langar með þessari grein óska þess að við sýnum ábyrgð þegar við tjáum okkur, sérstaklega um annað fólk. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun