Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:02 Sir Jim Ratcliffe huggar Ruben Amorim eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar síðasa vor. Getty/James Gill Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, virðist vera tilbúinn að gefa Portúgalanum Ruben Amorim nokkur ár til að snúa gengi liðsins við á Old Trafford. Portúgalski þjálfarinn er undir talsverðri pressu eftir tíu mánaða stjórnartíð sem hefur aðeins skilað tíu sigrum í ensku úrvalsdeildinni og aldrei náð að vinna tvo deildarleiki í röð. Eftir að gengi liðsins í haust breyttist lítið frá því í fyrra hafa margir stuðningsmenn kallað eftir því að hinn fertugi þjálfari verði rekinn. Þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Ratcliffe gefið í skyn að hann sé tilbúinn að bíða með dóma þar til samningur Amorim rennur út árið 2027 og nefndi þolinmæði Arsenal gagnvart Mikel Arteta sem dæmi til eftirbreytni. Fótboltalið verður ekki til á einni nóttu „Hann hefur ekki átt sitt besta tímabil,“ sagði Ratcliffe í hlaðvarpsþættinum „The Business“ hjá The Times. „Ruben þarf að sýna að hann sé frábær þjálfari á þremur árum. Það er staðan sem ég myndi taka, þrjú ár, því gott fótboltalið verður ekki til á einni nóttu. Líttu á Mikel Arteta hjá Arsenal, hann átti erfitt uppdráttar fyrstu árin,“ sagði Ratcliffe. Amorim stýrði sínum fimmtugasta leik á laugardaginn þegar United vann Sunderland 2-0 og bætti um leið andrúmsloftið á Old Trafford til mikilla muna. Sigurhlutfall hans, 40 prósent, er það lægsta hjá fastráðnum stjóra United síðan Frank O'Farrell var við stjórnvölinn á áttunda áratugnum. Mun ekki taka skyndiákvarðanir Ratcliffe fullyrðir þó að hann muni ekki taka „skyndiákvarðanir“ og ætlar að gefa Amorim meiri tíma. „Fjölmiðlarnir, stundum skil ég hana ekki. Þeir vilja árangur strax. Þeir halda að þetta sé eins og að ýta á takka. Þú veist, þú ýtir á takka og allt verður í blóma á morgun,“ sagði Ratcliffe. „Þú getur ekki rekið félag eins og Manchester United með skyndiákvörðunum byggðum á einhverjum blaðamanni sem missir sig í hverri viku,“ sagði Ratcliffe. Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira
Portúgalski þjálfarinn er undir talsverðri pressu eftir tíu mánaða stjórnartíð sem hefur aðeins skilað tíu sigrum í ensku úrvalsdeildinni og aldrei náð að vinna tvo deildarleiki í röð. Eftir að gengi liðsins í haust breyttist lítið frá því í fyrra hafa margir stuðningsmenn kallað eftir því að hinn fertugi þjálfari verði rekinn. Þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Ratcliffe gefið í skyn að hann sé tilbúinn að bíða með dóma þar til samningur Amorim rennur út árið 2027 og nefndi þolinmæði Arsenal gagnvart Mikel Arteta sem dæmi til eftirbreytni. Fótboltalið verður ekki til á einni nóttu „Hann hefur ekki átt sitt besta tímabil,“ sagði Ratcliffe í hlaðvarpsþættinum „The Business“ hjá The Times. „Ruben þarf að sýna að hann sé frábær þjálfari á þremur árum. Það er staðan sem ég myndi taka, þrjú ár, því gott fótboltalið verður ekki til á einni nóttu. Líttu á Mikel Arteta hjá Arsenal, hann átti erfitt uppdráttar fyrstu árin,“ sagði Ratcliffe. Amorim stýrði sínum fimmtugasta leik á laugardaginn þegar United vann Sunderland 2-0 og bætti um leið andrúmsloftið á Old Trafford til mikilla muna. Sigurhlutfall hans, 40 prósent, er það lægsta hjá fastráðnum stjóra United síðan Frank O'Farrell var við stjórnvölinn á áttunda áratugnum. Mun ekki taka skyndiákvarðanir Ratcliffe fullyrðir þó að hann muni ekki taka „skyndiákvarðanir“ og ætlar að gefa Amorim meiri tíma. „Fjölmiðlarnir, stundum skil ég hana ekki. Þeir vilja árangur strax. Þeir halda að þetta sé eins og að ýta á takka. Þú veist, þú ýtir á takka og allt verður í blóma á morgun,“ sagði Ratcliffe. „Þú getur ekki rekið félag eins og Manchester United með skyndiákvörðunum byggðum á einhverjum blaðamanni sem missir sig í hverri viku,“ sagði Ratcliffe.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Sjá meira