Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar 8. október 2025 17:01 Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun