Hefur áhyggjur af unga fólkinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2025 14:07 Ásgeir Jónsson segir ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum koma hvað verst niður á ungu fólki sem vill komast inn á fasteignamarkaðinn. Hann hefur áhyggjur af stöðu hópsins. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna hefur Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum annað skiptið í röð. Seðlabankastjóri segir að fall Play hafi ekki haft mikil áhrif á ákvörðunina. Það þurfi að ná verðbólguvæntingum niður og fyrr verði ekki hægt að lækka vextina. Hann hefur áhyggjur af unga fólkinu sem er að reyna að komast inn á fasteignamarkaðinn. Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Stýrivextir Seðlabankans bankans verða því áfram 7,5 prósent. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem var sammála um ákvörðunina kemur fram stærsti áhrifavaldur hennar sé að verðbólga sé enn yfir verðbólgumarkmiðum bankans sem er 2,5 prósent. Hún mældist 4,1 prósent í september og jókst um 0,3 prósentur frá því í ágúst. Of miklar launahækkanir og hátt húsnæðisverð Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir merki um að hagkerfið sé að kólna þurfi meira til að lækka vexti. „Það er enn mikil spenna í hagkerfinu. Það hafa verið gríðarlega miklar launahækkanir og verðbólga er enn of mikil en ég tek fram að í yfirlýsingunni bætist við orðið enn því við teljum að hagkerfið sé á leið í kólnun. Enn þýðir það að við teljum hlutina vera að þróast á réttan hátt,“ segir Ásgeir. Ásgeir vitnar þarna í klausu yfirlýsingu Peningastefnunefndar þar sem segir: Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Mögulega störukeppni Aðspurður um hvort að um sé að ræða einhvers konar störukeppni milli verðbólgu og stýrivaxta á þessu stigi svarar Ásgeir: „Mögulega. Núna er t.d. verðbólga án húsnæðis nálægt markmiði. Það hafa verið hækkanir á húsnæðismarkaði sem hafa haldið verðbólgu uppi núna. Að einhverju lvegna hinna svokölluðu Grindarvíkuráhrifa. En ég trú á því að bæði fasteignamarkaðurinn og vinnumarkaðurinn séu á leið í miklu betra jafnvægi og við séum að fara að sjá meiri stöðugleika,“ segir hann. Mikil áhrif á ungt fólk Aðspurður um hvort hann hafi áhyggur af stöðu ungs fólks sem á erfitt með að koma inn á fasteignamarkaðinn vegna hárra vaxta og krafna sem hafa verið settar varðandi lánakjör svarar Ágeir því játandi. „Það er það sem ég hef miklar áhyggjur af. Staða fólks ræðst dálítið af því hvenær það komst inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem komu inn á fasteignamarkaðinn heppilegum tíma eru í góðri stöðu. Ungt fólk sem er að koma inn núna er í erfiðri stöðu. Við höfum fullan skilning á því. Þetta er erfitt fyrir Seðlabankann við höfum bara almenn tæki og beitum stýrivöxtum sem hafa áhrif á allt kerfið. Við getum ekki haft áhrif á einstaka hópa.“ Hann segir að fall flugfélagsins Play og afleiðingar þess hafi haft lítil áhrif á ákvörðunina núna „Það hafði ekki mikil áhrif. Ég held að það muni aðrir aðilar koma inn með framboð á flugferðum,“ segir Ásgeir.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira