Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. október 2025 07:30 „Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bandaríkin NATO Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
„Vegna náinna tengsla Norðurlandanna og vináttu Noregs og Íslands þekkti Jens Stoltenberg til sérstöðu okkar og útskýrði hana fyrir Bandaríkjaforseta,“ segir í grein sem Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýverið og skírskotaði þar til ummæla sem höfð eru eftir Donald Trump í endurminningum Stoltenbergs, þáverandi framkvæmdastjóra NATO, þar sem forsetinn er sagður hafa spurt hvað gera ætti við Ísland í þeim efnum. Dagur segir Stoltenberg, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og leiðtogi norska Verkamannaflokksins, þannig hafa reynzt Íslandi haukur í horni. Talsvert önnur frásögn af samtali Stoltenbergs og Trumps birtist hins vegar í brezka dagblaðinu Guardian síðastliðinn laugardag. Þar segir að Stoltenberg hafi verið að reyna að fegra fjárframlög evrópskra aðildarríkja NATO til varnarmála í samtalinu, sem átt hafi sér stað 2017, og óvart vakið við það athygli forsetans á stöðu Íslands. „Fyrir Trump var mikilvægasta málið útgjöld NATO-ríkjanna til varnarmála. Ég vildi að hann liti jákvæðar á bandalagið og hafði með mér línurit sem sýndi að útgjöldin væru að aukast. Trump hafði mestar áhyggjur af því að aðeins fimm aðildarríki hefðu náð markmiðinu um að verja 2% af landsframleiðslu sinni til varnarmála. Ég benti á að nokkur lönd væru nálægt því og sex eða sjö stefndu að því að ná markmiðinu í náinni framtíð,“ segir í endurminningunum samkvæmt Guardian. „Svo væri það Ísland, það hefði engan her og myndi því aldrei eyða 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Það væru því í raun fimm af 27 löndum sem hefðu náð markmiðinu, frekar en fimm af 28 og hélt að ég gæti virst frekar nördalegur með allar þessar tölur. En þetta vakti áhuga Trumps, þó ekki á þann hátt sem ég hafði ætlað mér. „Hvað höfum við þá að gera með Ísland?“ Með öðrum orðum vakti Stoltenberg í hugsunarleysi sínu athygli Trumps á Íslandi á neikvæðum forsendum. Fát kom greinilega á Stoltenberg miðað við frásögn hans og greip þá Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, inn í til þess að bjarga málum. „Áður en ég gat sagt meira kom Jim Mattis mér til hjálpar og útskýrði hversu mikilvæg herstöð NATO þar væri fyrir kafbáta, skip og flugvélar bandalagsins: „Herra forseti, það er gott að hafa þær ef þú vilt elta uppi rússneska kafbáta.“ Trump hugsaði sig um andartak. „Jæja, þá leyfum við Íslandi að vera áfram aðildarríki.““ Með öðrum orðum er það alls ekki svo að Stoltenberg hafi útskýrt sérstöðu Íslands innan NATO fyrir Trump og verið landinu haukur í horni heldur henti hann okkur miklu heldur undir strætisvagninn í þágu annarra ríkja bandalagsins. Það var þvert á móti Mattis, sem er fyrrverandi hershöðingi í Bandaríkjaher, sem kom Íslandi til hjálpar og útskýrði fyrir Trump stöðu okkar. Væntanlega einmitt vegna náinna tengsla Íslands og Bandaríkjanna sem Dagur gerir lítið úr í greininni. Fram hefur komið að ríkur skilningur sé á stöðu Íslands í NATO hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum. Þar á meðal í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra eftir samskipti við bandaríska ráðamenn. Vonandi hefur Dagur einungis misskilið hlutina þegar hann las skrif Stoltenbergs og hefur fyrir vikið ekki verið að draga upp ranga mynd í því skyni að fegra fyrrverandi leiðtoga systurflokks Samfylkingarinnar. Með vini eins og Stoltenberg þurfum við ljóslega ekki óvini. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar