Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 08:03 Wayne Rooney segir að þegar Mo Salah er ekki að skora eða búa til mörk fyrir Liverpool þá séu stórir gallar hans sýnilegri. EPA/ADAM VAUGHAN Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney skrifar vandræði Liverpool í vetur meðal annars á það að Mohamed Salah leggi ekki nógu mikið á sig fyrir liðið. Hann vill að Arne Slot færi hann til inn á vellinum. Liverpool tapaði um síðustu helgi þriðja leiknum sínum í röð og í þessu 2-1 tapi á móti Chelsea átti Mohamed Salah mjög slakan leik. Salah var stórskotlegur á síðustu leiktíð en hefur verið langt frá því að fylgja þeirri frammistöðu eftir á þessu tímabili. Salah hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í efstu deild á þessu tímabili og Rooney gaf í skyn að þegar Salah er ekki að ráða úrslitum leikja með mörkum eða stoðsendingum beinist athyglin að öðrum þáttum í leik hans. Hann horfði bara á „Við vitum að hann kemur ekki alltaf til baka og verst jafn mikið, en í leiknum gegn Chelsea var bakvörðurinn hans gjörsamlega tekinn í gegn og hann horfði bara á,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Englands í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann kemur ekki til baka og hjálpar til, og leikmenn eins og [Virgil] Van Dijk og leiðtogarnir í búningsklefanum ættu að segja honum: ‚Þú þarft að hjálpa til‘. Þetta var áhyggjuefni og mér finnst hann hafa virst svolítið týndur síðustu vikuna,“ sagði Rooney. Wayne Rooney on Salah: "Over the last week, I would question his work ethic. We know he doesn't always get back and defend as much, but in the Chelsea game his full-back was getting torn apart and he was watching." pic.twitter.com/CRkj113frW— Anfield Edition | æ (@AnfieldEdition) October 6, 2025 „Þegar vel gengur og þú ert að skora mörk og vinna leiki er það frábært og liðið sættir sig við það en síðustu vikuna myndi ég efast um vinnusemi hans.“ Salah skoraði fjórða markið í 4-2 sigri Liverpool á Bournemouth í fyrstu umferðinni en eina annað mark hans í ensku úrvalsdeildinni var úr vítaspyrnu seint í leik gegn Burnley. Rooney ræddi líka aldur Salah sem er orðinn 33 ára. Færðu hann inn á miðjuna „Ég held að þegar maður eldist líka, hefði [Arne] Slot kannski getað litið á það og hugsað: ‚Chelsea er að gjörsigra okkur á kantinum‘. Færðu hann (Salah) inn á miðjuna og færðu [Florian] Wirtz út á kantinn og hefur samt þá vinnusemi þar og snilld Salah til að reyna að skora mörk. Bestu stjórarnir sjá þetta og aðlagast. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka hann út úr liðinu,“ sagði Rooney. Lentum í þessu með Ronaldo „Við lentum í þessu með [Cristiano] Ronaldo hjá Manchester United sem sömuleiðis kom ekki til baka svo Fergie [Sir Alex Ferguson] færði hann inn á miðjuna, þannig að þú hefur enn jafnvægi í liðinu og vinnan er unnin. Hann færði hann inn á miðjuna svo hann er enn á vellinum því hann á alltaf möguleika á að skora mörk og vinna leiki,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Sjá meira
Liverpool tapaði um síðustu helgi þriðja leiknum sínum í röð og í þessu 2-1 tapi á móti Chelsea átti Mohamed Salah mjög slakan leik. Salah var stórskotlegur á síðustu leiktíð en hefur verið langt frá því að fylgja þeirri frammistöðu eftir á þessu tímabili. Salah hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í efstu deild á þessu tímabili og Rooney gaf í skyn að þegar Salah er ekki að ráða úrslitum leikja með mörkum eða stoðsendingum beinist athyglin að öðrum þáttum í leik hans. Hann horfði bara á „Við vitum að hann kemur ekki alltaf til baka og verst jafn mikið, en í leiknum gegn Chelsea var bakvörðurinn hans gjörsamlega tekinn í gegn og hann horfði bara á,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Englands í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann kemur ekki til baka og hjálpar til, og leikmenn eins og [Virgil] Van Dijk og leiðtogarnir í búningsklefanum ættu að segja honum: ‚Þú þarft að hjálpa til‘. Þetta var áhyggjuefni og mér finnst hann hafa virst svolítið týndur síðustu vikuna,“ sagði Rooney. Wayne Rooney on Salah: "Over the last week, I would question his work ethic. We know he doesn't always get back and defend as much, but in the Chelsea game his full-back was getting torn apart and he was watching." pic.twitter.com/CRkj113frW— Anfield Edition | æ (@AnfieldEdition) October 6, 2025 „Þegar vel gengur og þú ert að skora mörk og vinna leiki er það frábært og liðið sættir sig við það en síðustu vikuna myndi ég efast um vinnusemi hans.“ Salah skoraði fjórða markið í 4-2 sigri Liverpool á Bournemouth í fyrstu umferðinni en eina annað mark hans í ensku úrvalsdeildinni var úr vítaspyrnu seint í leik gegn Burnley. Rooney ræddi líka aldur Salah sem er orðinn 33 ára. Færðu hann inn á miðjuna „Ég held að þegar maður eldist líka, hefði [Arne] Slot kannski getað litið á það og hugsað: ‚Chelsea er að gjörsigra okkur á kantinum‘. Færðu hann (Salah) inn á miðjuna og færðu [Florian] Wirtz út á kantinn og hefur samt þá vinnusemi þar og snilld Salah til að reyna að skora mörk. Bestu stjórarnir sjá þetta og aðlagast. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka hann út úr liðinu,“ sagði Rooney. Lentum í þessu með Ronaldo „Við lentum í þessu með [Cristiano] Ronaldo hjá Manchester United sem sömuleiðis kom ekki til baka svo Fergie [Sir Alex Ferguson] færði hann inn á miðjuna, þannig að þú hefur enn jafnvægi í liðinu og vinnan er unnin. Hann færði hann inn á miðjuna svo hann er enn á vellinum því hann á alltaf möguleika á að skora mörk og vinna leiki,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Sjá meira