Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar 5. október 2025 12:01 Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar