Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds

Árni Jóhannsson skrifar
Tottenham Hotspur v Doncaster Rovers - Carabao Cup Third Round LONDON, ENGLAND - SEPTEMBER 24:   Xavi Simons of Tottenham Hotspur during the Carabao Cup Third Round match between Tottenham Hotspur and Doncaster Rovers at Tottenham Hotspur Stadium on September 24, 2025 in London, England. (Photo by Shaun Brooks - CameraSport via Getty Images)
Tottenham Hotspur v Doncaster Rovers - Carabao Cup Third Round LONDON, ENGLAND - SEPTEMBER 24: Xavi Simons of Tottenham Hotspur during the Carabao Cup Third Round match between Tottenham Hotspur and Doncaster Rovers at Tottenham Hotspur Stadium on September 24, 2025 in London, England. (Photo by Shaun Brooks - CameraSport via Getty Images)

Leeds byrjaði ágætlega og átti skalla í stöngina á sjöundu mínútu en þar var Joe Rodon á ferðinni. Tottenham komst yfir á 23. mínútunni þegar Mathys Tel skoraði með góðu skoti, sem hafði viðkomu í varnarmanni, sem fór yfir Darlow í marki Leeds. Við það fór Leeds upp á tærnar og 11 mínútum síðar jöfnuðu þeir heimamenn metin þegar Noah Okafor tók frákast eftir fína markvörslu Vicario. Staðan 1-1 í hálfleik í fjörugum leik.

Tottenham komst yfir á 57. mínútu þegar Mohammed Kudus átti skot, sem einnig fór í varnarmann sem ruglaði Darlow í ríminu og lak í netið. Leeds reyndi eins og þeir gátu til að jafna metin en áttu ekki erindi sem erfiði. Joel Piroe komst nálægt því að jafna metin en Vicario varði mjög vel á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Með sigrinum fer Tottenham upp í 14 stig og tylla sér í annað sætið í það minnsta þangað til Arsenal og West Ham hafa lokið leik seinni partinn í dag. Leeds situr í 12. sæti með átta stig en er enn fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira