Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2025 13:11 Sigmundur Davíð hefur leitt flokkinn frá árinu 2017. Hann vill gera það áfram. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur boðið sig fram til áframhaldandi formennsku í flokknum. Landsþing Miðflokksins fer fram á Hilton Nordica í Reykjavík um þar næstu helgi. Þetta staðfestir Gunnar Bragi Sveinsson, verkefnastjóri hjá Miðflokknum, í samtali við fréttastofu. Hann segir að kosið verði í hin ýmsu embætti á landsþinginu en enn sem komið er sé Sigmundur Davíð sá eini sem hafi boðið sig fram. Hann á von á því að framboð til embætta muni almennt berast skömmu áður en frestur rennur út. Frestur til að skila inn framboði til formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna skulu send til skrifstofu flokksins fyrir hádegi á laugardaginn, það er viku fyrir upphaf landsþingsins. Í reglum segir þó að stjórn Miðflokksins sé heimilt „við sérstakar aðstæður“ að stytta framboðsfrest niður í fimm daga, það er fram til hádegis á mánudaginn. Nýr varaformaður Miðflokksins verður kjörinn á landsþinginu, en flokkurinn hefur verið án varaformanns síðan árið 2020 þegar embættið var lagt niður. Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við embætti varaformanns er Bergþór Ólason þingmaður sem lét af þingflokksformennsku á dögunum. Þá hefur Miðflokkurinn í Hafnarfirði skorað á Snorra Másson að bjóða sig fram til embættis varaformanns. Hvorugur þeirra útilokaði framboð í samtali við fréttastofu í gær. Miðflokkurinn var stofnaður árið 2017 og hefur Sigmundur Davíð leitt flokkinn alla tíð síðan og sækist nú eftir áframhaldandi formennsku. Flokkurinn er nú með átta þingmenn. Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. 1. október 2025 20:49 Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. 1. október 2025 16:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta staðfestir Gunnar Bragi Sveinsson, verkefnastjóri hjá Miðflokknum, í samtali við fréttastofu. Hann segir að kosið verði í hin ýmsu embætti á landsþinginu en enn sem komið er sé Sigmundur Davíð sá eini sem hafi boðið sig fram. Hann á von á því að framboð til embætta muni almennt berast skömmu áður en frestur rennur út. Frestur til að skila inn framboði til formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna skulu send til skrifstofu flokksins fyrir hádegi á laugardaginn, það er viku fyrir upphaf landsþingsins. Í reglum segir þó að stjórn Miðflokksins sé heimilt „við sérstakar aðstæður“ að stytta framboðsfrest niður í fimm daga, það er fram til hádegis á mánudaginn. Nýr varaformaður Miðflokksins verður kjörinn á landsþinginu, en flokkurinn hefur verið án varaformanns síðan árið 2020 þegar embættið var lagt niður. Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við embætti varaformanns er Bergþór Ólason þingmaður sem lét af þingflokksformennsku á dögunum. Þá hefur Miðflokkurinn í Hafnarfirði skorað á Snorra Másson að bjóða sig fram til embættis varaformanns. Hvorugur þeirra útilokaði framboð í samtali við fréttastofu í gær. Miðflokkurinn var stofnaður árið 2017 og hefur Sigmundur Davíð leitt flokkinn alla tíð síðan og sækist nú eftir áframhaldandi formennsku. Flokkurinn er nú með átta þingmenn.
Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. 1. október 2025 20:49 Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. 1. október 2025 16:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Landsfundur Miðflokksins fer fram helgina 11. og 12 október og þar stendur til að kjósa varaformann flokksins. Embættið var lagt niður fyrir fjórum árum en nú á að taka það upp aftur. Framboðsfrestur rennur út á föstudaginn en tveir hafa ítrekað verið orðaðir við embættið sem hvorugur útilokar né staðfestir framboð. 1. október 2025 20:49
Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. 1. október 2025 16:29