Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2025 07:08 Marinó Máni Mabazza fékk golfkúlu í augað af rúmlega eins og hálfs metra færi. Hann er þakklátur fyrir að hafa ekki fengið hana í gagnaugað eða þá beint í augað. Dansarinn Marinó Máni Mabazza var búinn að æfa í marga mánuði fyrir frumsýningu Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu þegar hann fékk golfkúlu í augað. Hefði augnbeinið ekki tekið bróðurpart höggsins hefði augað hæglega getað sprungið. Marinó Máni er menntaður dansari frá Listdansskóla Íslands og hefur komið víða við á ferli sínum sem dansari og leikari, leikið í fjölda leiksýninga í stóru leikhúsunum tveimur, komið fram í auglýsingum, kennt dans og unnið sem fyrirsæta. Hann var einmitt að undirbúa sig fyrir fyrirsætustörf fyrir Iceland Fashion Week í Grafarholtinu þann 6. september síðastliðinn þegar hann og Óskar vinur hans ákváðu að drepa smá tíma. „Við erum mættir í Mercedez-umboðið og áttum að fara í mátun en erum búnir á núll einni. Ég er alltaf með golfsettið á mér og hann var með golfsettið þannig við ákváðum, því GR er þarna við hliðina á, að stökkva yfir og slá úr fötu,“ segir Marinó um aðdragandann að atvikinu. Fast högg, skopp af súlu og andlitið útatað blóði „Við áttum ekki að vera mættir aftur í smink og hár fyrr en sjö því show-ið byrjaði átta. Þannig það var nægur tími sem gafst. Við förum upp í bása og allt gengur vel, við hitum upp og erum búnir að sveifla aðeins,“ segir hann. Óskar tók Marinó í smá einkatíma og voru þeir sérstaklega að skoða sveiflu Marinós. Marinó er alltaf með golfsettið með sér.Heimir Sverrisson „Við erum að meta hvort ég eigi að fara úr stífu skafti yfir í extra-stíft vegna þess að kylfan mín var byrjuð að sveigja aðeins þegar ég sló visst hratt. Þá opnast kylfuhausinn og þar af leiðandi getur maður táað boltann illa,“ segir Marinó. Strákarnir voru staddir á annarri hæð í hornbás, sem er að sögn Marinós aðeins þrengri en hinir básarnir, þar sem Marinó sló hvern boltann á fætur öðrum. „Ég er kominn í fulla sveiflu og er að reyna að negla og dúndra því hann segir mér að slá fastar og fastar,“ segir Marinó. Eitt höggið reyndist of kraftmikið. „Ég táa boltann fáránlega illa, slæsa mjaðmirnar og slæ í súlu sem er í eins metra fjarlægð frá mér og boltinn skoppar þaðan beint í augað á mér,“ segir hann. Marinó leit öllu betur út þegar búið var að búa um sárið og þrífa hann. „Ég fæ kúluna á einhverjum 280 til 300 kílómetra hraða beint í augað sem var ekkert sérlega gaman og ég fæ þá skurð inn í augabrún sem opnast alveg og það sést inn á höfuðkúpu,“ segir Marinó. Blóð fossaði úr sárinu yfir allt andlit Marinós og sömuleiðis blæddi mikið inn á sjálft augað þannig það sást hvorki í hvítuna né augasteininn. „Andlitið allt úti í blóði, það sést inn í höfuðkúpu og sést ekki í augað lengur fyrir blóði og allt byrjað að bólgna upp á núll-einni. Greyið strákurinn hélt fyrst ég hefði verið skotinn og fær áfall. Meðan hann fer að leita að sjúkrakassa þá kalla ég á fólkið í næstu básum að hringja í neyðarlínuna,“ segir Marinó. Á endanum hafi maður á nærliggjandi bás komið til Marinós og hringt úr síma hans í bæði neyðarlínuna og móður hans. Augnbeinið tók mesta skellinn þó augað hafi einnig marist. „Það var skondið að það var enginn starfsmaður og fyrstu hjálpar-kassi á svæðinu,“ segir Marinó sem telur jafnframt ákveðinn galla vera á viðbótum Golfklúbbs Reykjavíkur á básunum. „Það eru hálfveggir sem skilja hvern bás að, þeir eru hannaðir þannig að ef þú slærð í hann þá skoppar þetta beint út. Núna eftir að þeir bættu við rennihurðunum eru súlur sem aðskilja hvern bás og þá er möguleiki á því, ef þú slærð illa og ert höggfastur, að það fari eins og fór hjá mér,“ segir hann. Á bráðamóttökunni reyndist allt augað var í klessu. „Afleiðing þess að hafa fengið boltann í augað var að að allt sem var með anatómískt heiti var bólgið, rifið eða með blæðingu í,“ segir Marinó. Læknum á bráðamóttökunni tókst að stöðva blæðinguna í auganu og „sem betur fer var augnbeinið fyrir ofan augabrúnina ekki brotið en það var stór skurður þar,“ segir hann. Rúmliggjandi í tíu daga með hálskraga Vitanlega gat Marinó ekki sinnt fyrirsætustörfum um kvöldið og á degi þrjú eftir slysið var tekin ákvörðun um að hann myndi ekki frumsýna Moulin Rouge enda bara þrjár vikur til stefnu. Marinó við æfingar með samdansara.Heimir Sverrisson „Þeir tóku myndir, gerðu augngreiningar á mér og augnskanna. Þá sást að það var greinilegt högg á auganu, ekki bara augabrúninni, þá hefði ég bara fengið saum, marblett og glóðarauga og mætt á æfingu daginn eftir,“ segir Marinó. Þó augnbeinið hefði tekið mest af högginu var augað samt illa farið. Einn læknir líkti auga Marinós við gelatín sem hefði slitnað allt að innan án þess að ytra byrði þess spryngi. „Ég mátti ekki hreyfa mig af neinu tagi í tíu daga, var bara rúmliggjandi og með hálskraga. Mátti heldur ekki halla hausnum fram því ef þrýstingurinn myndi aukast í auganu færi líklega að blæða aftur og þá gæti augnbotninn losnað,“ segir Marinó. Hefði getað skaddast varanlega eða augað sprungið Eftir að hafa losnað úr rúminu fékk Marinó leyfi til að fara upp í leikhúsið, sitja út í sal, fylgjast með samstarfsmönnum sínum og taka nótur. Hann missti síðan vitanlega af frumsýningunni en fékk að upplifa hana sem áhorfandi. Marinó þurfti að sitja út í sal að taka nótur meðan hann jafnaði sig.Heimir Sverrisson „Það var frekar skondið að horfa á eigin frumsýningu,“ segir Marinó. Þú ert ekkert súr yfir því að missa af henni? „Nei, í rauninni ekki. Maður hefði bara orðið þunglyndur hefði maður eitthvað verið að spá í því hvað maður væri óheppinn,“ segir hann. „Síðan er maður líka fáránlega heppinn ef maður hugsar til þess. Hefði ég fengið kúluna í gagnaugað þá hefði maður getað orðið grænmeti eða hefði ég fengið kúluna beint í augað hefði það getað sprungið,“ segir Marinó. „Þannig ég er mjög sáttur með að vera enn með auga“ Í raun og veru séu það algjör forréttindi að fá að sjá sýninguna, það gerist aldrei með sýningar af þessari stærðargráðu. Strangar dansæfingar fyrir sýninguna sem er þéttpökkuð adrenalínbomba.Heimir Sverrisson „Það er eitt að vera á sviði, búinn að æfa með fólkinu síðan í maí og þekkir marga dansara frá fornu fari, við vorum mörg í Billy Elliot, en að fá að fylgjast með fólkinu, kann maður svo miklu meira að meta þetta starf: að fá að vera á sviðinu að dansa og leika með þessum magnaða leikhóp,“ segir Marinó. Fjórum vikum eftir slysið fékk Marinó svo leyfi til að snúa aftur til starfa, fyrst um sinn deildi hann hlutverki með öðrum og er núna kominn aftur alveg á fullt. Leikhús Borgarleikhúsið Golf Reykjavík Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Marinó Máni er menntaður dansari frá Listdansskóla Íslands og hefur komið víða við á ferli sínum sem dansari og leikari, leikið í fjölda leiksýninga í stóru leikhúsunum tveimur, komið fram í auglýsingum, kennt dans og unnið sem fyrirsæta. Hann var einmitt að undirbúa sig fyrir fyrirsætustörf fyrir Iceland Fashion Week í Grafarholtinu þann 6. september síðastliðinn þegar hann og Óskar vinur hans ákváðu að drepa smá tíma. „Við erum mættir í Mercedez-umboðið og áttum að fara í mátun en erum búnir á núll einni. Ég er alltaf með golfsettið á mér og hann var með golfsettið þannig við ákváðum, því GR er þarna við hliðina á, að stökkva yfir og slá úr fötu,“ segir Marinó um aðdragandann að atvikinu. Fast högg, skopp af súlu og andlitið útatað blóði „Við áttum ekki að vera mættir aftur í smink og hár fyrr en sjö því show-ið byrjaði átta. Þannig það var nægur tími sem gafst. Við förum upp í bása og allt gengur vel, við hitum upp og erum búnir að sveifla aðeins,“ segir hann. Óskar tók Marinó í smá einkatíma og voru þeir sérstaklega að skoða sveiflu Marinós. Marinó er alltaf með golfsettið með sér.Heimir Sverrisson „Við erum að meta hvort ég eigi að fara úr stífu skafti yfir í extra-stíft vegna þess að kylfan mín var byrjuð að sveigja aðeins þegar ég sló visst hratt. Þá opnast kylfuhausinn og þar af leiðandi getur maður táað boltann illa,“ segir Marinó. Strákarnir voru staddir á annarri hæð í hornbás, sem er að sögn Marinós aðeins þrengri en hinir básarnir, þar sem Marinó sló hvern boltann á fætur öðrum. „Ég er kominn í fulla sveiflu og er að reyna að negla og dúndra því hann segir mér að slá fastar og fastar,“ segir Marinó. Eitt höggið reyndist of kraftmikið. „Ég táa boltann fáránlega illa, slæsa mjaðmirnar og slæ í súlu sem er í eins metra fjarlægð frá mér og boltinn skoppar þaðan beint í augað á mér,“ segir hann. Marinó leit öllu betur út þegar búið var að búa um sárið og þrífa hann. „Ég fæ kúluna á einhverjum 280 til 300 kílómetra hraða beint í augað sem var ekkert sérlega gaman og ég fæ þá skurð inn í augabrún sem opnast alveg og það sést inn á höfuðkúpu,“ segir Marinó. Blóð fossaði úr sárinu yfir allt andlit Marinós og sömuleiðis blæddi mikið inn á sjálft augað þannig það sást hvorki í hvítuna né augasteininn. „Andlitið allt úti í blóði, það sést inn í höfuðkúpu og sést ekki í augað lengur fyrir blóði og allt byrjað að bólgna upp á núll-einni. Greyið strákurinn hélt fyrst ég hefði verið skotinn og fær áfall. Meðan hann fer að leita að sjúkrakassa þá kalla ég á fólkið í næstu básum að hringja í neyðarlínuna,“ segir Marinó. Á endanum hafi maður á nærliggjandi bás komið til Marinós og hringt úr síma hans í bæði neyðarlínuna og móður hans. Augnbeinið tók mesta skellinn þó augað hafi einnig marist. „Það var skondið að það var enginn starfsmaður og fyrstu hjálpar-kassi á svæðinu,“ segir Marinó sem telur jafnframt ákveðinn galla vera á viðbótum Golfklúbbs Reykjavíkur á básunum. „Það eru hálfveggir sem skilja hvern bás að, þeir eru hannaðir þannig að ef þú slærð í hann þá skoppar þetta beint út. Núna eftir að þeir bættu við rennihurðunum eru súlur sem aðskilja hvern bás og þá er möguleiki á því, ef þú slærð illa og ert höggfastur, að það fari eins og fór hjá mér,“ segir hann. Á bráðamóttökunni reyndist allt augað var í klessu. „Afleiðing þess að hafa fengið boltann í augað var að að allt sem var með anatómískt heiti var bólgið, rifið eða með blæðingu í,“ segir Marinó. Læknum á bráðamóttökunni tókst að stöðva blæðinguna í auganu og „sem betur fer var augnbeinið fyrir ofan augabrúnina ekki brotið en það var stór skurður þar,“ segir hann. Rúmliggjandi í tíu daga með hálskraga Vitanlega gat Marinó ekki sinnt fyrirsætustörfum um kvöldið og á degi þrjú eftir slysið var tekin ákvörðun um að hann myndi ekki frumsýna Moulin Rouge enda bara þrjár vikur til stefnu. Marinó við æfingar með samdansara.Heimir Sverrisson „Þeir tóku myndir, gerðu augngreiningar á mér og augnskanna. Þá sást að það var greinilegt högg á auganu, ekki bara augabrúninni, þá hefði ég bara fengið saum, marblett og glóðarauga og mætt á æfingu daginn eftir,“ segir Marinó. Þó augnbeinið hefði tekið mest af högginu var augað samt illa farið. Einn læknir líkti auga Marinós við gelatín sem hefði slitnað allt að innan án þess að ytra byrði þess spryngi. „Ég mátti ekki hreyfa mig af neinu tagi í tíu daga, var bara rúmliggjandi og með hálskraga. Mátti heldur ekki halla hausnum fram því ef þrýstingurinn myndi aukast í auganu færi líklega að blæða aftur og þá gæti augnbotninn losnað,“ segir Marinó. Hefði getað skaddast varanlega eða augað sprungið Eftir að hafa losnað úr rúminu fékk Marinó leyfi til að fara upp í leikhúsið, sitja út í sal, fylgjast með samstarfsmönnum sínum og taka nótur. Hann missti síðan vitanlega af frumsýningunni en fékk að upplifa hana sem áhorfandi. Marinó þurfti að sitja út í sal að taka nótur meðan hann jafnaði sig.Heimir Sverrisson „Það var frekar skondið að horfa á eigin frumsýningu,“ segir Marinó. Þú ert ekkert súr yfir því að missa af henni? „Nei, í rauninni ekki. Maður hefði bara orðið þunglyndur hefði maður eitthvað verið að spá í því hvað maður væri óheppinn,“ segir hann. „Síðan er maður líka fáránlega heppinn ef maður hugsar til þess. Hefði ég fengið kúluna í gagnaugað þá hefði maður getað orðið grænmeti eða hefði ég fengið kúluna beint í augað hefði það getað sprungið,“ segir Marinó. „Þannig ég er mjög sáttur með að vera enn með auga“ Í raun og veru séu það algjör forréttindi að fá að sjá sýninguna, það gerist aldrei með sýningar af þessari stærðargráðu. Strangar dansæfingar fyrir sýninguna sem er þéttpökkuð adrenalínbomba.Heimir Sverrisson „Það er eitt að vera á sviði, búinn að æfa með fólkinu síðan í maí og þekkir marga dansara frá fornu fari, við vorum mörg í Billy Elliot, en að fá að fylgjast með fólkinu, kann maður svo miklu meira að meta þetta starf: að fá að vera á sviðinu að dansa og leika með þessum magnaða leikhóp,“ segir Marinó. Fjórum vikum eftir slysið fékk Marinó svo leyfi til að snúa aftur til starfa, fyrst um sinn deildi hann hlutverki með öðrum og er núna kominn aftur alveg á fullt.
Leikhús Borgarleikhúsið Golf Reykjavík Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira