Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. október 2025 07:00 Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Árið 1996 urðu stórar breytingar í íslenskri stjórnsýslu. Þá var rekstur grunnskólanna fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Með því fylgdi hækkun á útsvari, úr 10,12% í 12%, sem átti að mæta auknum útgjöldum sveitarfélaga. Í dag, tæpum þremur áratugum síðar, blasir við að þessi tilfærsla hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjárhag sveitarfélaga – og þar með fyrir íbúa landsins. Útsvarstekjur duga ekki fyrir kostnaðinum Í Hafnarfirði er áætlað að rekstur grunnskóla kosti um 12,5 milljarða króna á þessu ári. Tekjur sveitarfélagsins af 1,88 prósentustiga hækkun útsvarsins nema hins vegar um fjórum milljörðum króna. Það vantar því rúmlega átta milljarða króna til að brúa bilið. Svipaða mynd má sjá víða annars staðar á landinu. Tekjustofninn sem sveitarfélögin fengu 1996 stendur engan veginn undir raunverulegum kostnaði við grunnskólareksturinn. Skuldasöfnun og hækkandi lóðaverð Afleiðingarnar eru skýrar. Sveitarfélög hafa orðið háð því að selja lóðir, innheimta gatnagerðargjöld og taka lán til að fjármagna hallann á grunnrekstrinum. Þessi þróun hefur haft áhrif á lóðaverð sem hefur hækkað margfalt, jafnvel hundraðfalt frá miðjum tíunda áratugnum. Skuldir sveitarfélaga hafa á sama tíma rokið upp. Rekstur sem stendur vart undir sér skilar litlu sem engu til fjárfestinga og stundum minna en engu. Það er skýr vísbending um að kerfið, eins og það er hannað, sé ósjálfbært. Hvert skal stefna? Þörf er á endurskoðun. Í dag má sjá þrjá mögulega kosti: Að ríkið taki grunnskólana aftur til sín. Að sveitarfélög fái hærra útsvar til að standa undir kostnaðinum. Að gerður verði þjónustusamningur milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem ríkið greiðir fyrir þá þjónustu sem það setur lög um og krefst að sé veitt. Af þessum kostum tel ég að þjónustusamningur sé skynsamlegastur. Ríkið setur lagaramma og kröfur til grunnskólans – því ætti það einnig að fjármagna þjónustuna að mestu leiti. Það er einfaldlega ekki eðlilegt að sveitarfélögin niðurgreiði ríkisrekstur í gegnum ósjálfbært fyrirkomulag. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum . Það þarf að endurskoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Hafnarfirði.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun