„Það verður andskoti flókið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 21:02 Sigurgeir Brynjar segir möguleika á því að ekkert veiðist af makríl á næsta ári. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir mögulegt að lítið sem ekkert verði veitt af makríl næsta sumar. Samdráttur í ráðlögðum veiðum og breytingar á veiðigjöldum vegi þar þungt. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“ Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir uppsjávarfyrirtæki horfa fram á tugmilljarða tekjusamdrátt á næsta ári. „Andskoti flókið“ Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir um áfall að ræða, og er ekki bjartsýnn fyrir næsta sumri. „Það verður andskoti flókið. Það verður snúið að starta verksmiðju fyrir lítið magn. Ég held að það verði mjög miklar hreyfingar á næsta sumri, og hvernig menn fara í að veiða makrílinn er svolítið óljóst,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Í sumar hafi makríll veiðst óvenju lengi, en tvö ár á undan hafi vertíðin verið búin í kringum 20. ágúst. „Þá er einmitt besti makríllinn að koma fram. Þá er hann að þéttast í holdinu og átan að minnka í honum, og gæðin að verða viðunandi.“ Sigurgeir segir að það sé við þær aðstæður sem verðið sem fáist fyrir makríl upp úr sjó og sé sambærilegt verði í Noregi. Sé hann veiddur fyrr, til að mynda í júlí, séu gæðin minni og verðið um helmingur af því sem fáist í Noregi. Veiðigjald af makríl mun miðast við 80 prósent af markaðsvirði hans í Noregi þegar breytt veiðigjöld taka gildi. Meira fyrir fiskinn eða alls ekki neitt „Hvernig á svo að taka sénsinn? Á að fara seint af stað, og svo er kannski vertíðin eins og í fyrra og endar snemma. Þetta verður helvíti mikið veðmál sem menn verða að taka, hvernig á að veiða næsta sumar.“ Þannig að menn gætu, ef þeir taka sénsinn á að fá betri makríl og meira fyrir hann, setið uppi með ekki neitt? „Það gæti verið niðurstaðan, sem er auðvitað hættulegt í þessu öllu saman.“ Breytingar á veiðigjöldum muni því hafa áhrif á ákvarðanatöku manna að þessu leyti. „Þannig að það sem stjórnvöld eru að gefa sér, að það sé til eitthvað heimsmarkaðsverð á makríl, ég ætla bara að orða það svona: Það er bara della.“
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira