„Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 14:56 Orri Steinn Óskarsson lék fyrstu tvo landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og er fyrirliði liðsins. Getty/Alex Nicodim Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október. Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira
Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Sjá meira
Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45
Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24