Viðskipti erlent

Bur­ger King opnar fyrsta staðinn á Græn­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Sisimiut er á vesturströnd Grænlands og er næststærsti bær landsins með á sjötta þúsund íbúa.
Sisimiut er á vesturströnd Grænlands og er næststærsti bær landsins með á sjötta þúsund íbúa. Getty

Til stendur að opna Burger King-veitingastað á Grænlandi í lok mánaðar. Veitingastaðurinn verður fyrsti Burger King-staðurinn þar í landi en hann verður að finna í Sisimiut.

Greint er frá þessu í frétt Sermitsiaq.ag. Þar segir að um sé að ræða samstarf Burger King og smásölufyrirtækisins Pisiffik og mun staðurinn opna 30. október næstkomandi.

Fram kemur að á hamborgarastaðnum verði sæti fyrir sjötíu mannsins en hann verður að finna við Dorthe Lennertip, en undirbúningur hefur staðið yfir í fjögur ár.

„Við erum stolt af því að staðurinn opni hér í Sisimiut. Bærinn hefur alltaf stutt mjög vel við bakið á nýjum verkefnum og við vonum að bæjarbúar muni taka vel á móti Burger King sem viðbót við þá veitingastaði sem þegar eru til staðar – og geti um leið hjálpað til við að skapa nýjan samkomustað í borginni,“ segir í yfirlýsingu frá Pisiffik.

Reiknað er með að milli tíu og fimmtán manns verði ráðnir til starfa á nýja staðnum. Segir í yfirlýsingu Pisiffik að Burger King geti verið góður staður fyrir unga sem eru að feta sín fyrstu spor á vinnumarkaði.

Sisimiut er á vesturströnd Grænlands og er næststærsti bær landsins með á sjötta þúsund íbúa.

Burger King var starfandi hér á landi milli 2004 og 2008 – í Smáralind og í Ártúnsholti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×