Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 11:48 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Sjá meira
Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31