Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. september 2025 21:45 Fly Play hf. var úrskurðað gjaldþrota í dag og verður maltneska dótturfélagið tekið inn í þrotabúið. Kröfuhafar í þrotabúinu eru hins vegar með gilt veð og ættu að gera óskað eftir því að fá dótturfélagið leyst til sín. Vísir/Vilhelm Unnið er að því að færa átta þotur Play yfir til maltneska dótturfélagsins Fly Play Europe, og stefnt er að því að hefja starfsemi á ný í síðasta lagi eftir tíu vikur. Kröfuhafar sem tóku þátt í skuldabréfaútboði Play í ágúst geta óskað eftir því að fá maltneska félagið leyst til sín. Boðað hefur verið til kröfuhafafundar mánudaginn 6. október. Í gær var greint frá því á vef Innherja að kröfuhafar Fly Play hf. hefðu fengið bréf frá Ísafold Capital þar sem upplýst hefði verið um að Ísafold stæði í viðræðum fyrir þeirra hönd við stjórnendur Play og flugvélaleigunnar AerCap um yfirfærslu á samtals átta vélum yfir til Fly Play Europe, maltneska dótturfélags Play sem stofnað var fyrr á árinu. Fjárfestar sem hefðu keypt í skuldabréfaútboði Play í ágúst hefðu fengið tryggingar á efndum á bréfunum af hálfu Play. Þar væri meðal annars um að ræða veð í öllu hlutafé dótturfélaga, Fly Play Europe, og Play Lithuania, ásamt veðum í öllum almennum fjárkröfum félagsins á hendur dótturfélögum. Fjármögnun tryggð fyrir maltneskt flugrekstrarleyfi Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn maltneska félagsins upplýstir um það á starfsmannafundi í dag að unnið væri að því að færa átta þotur yfir til félagsins og tryggja þeim maltneskt flugrekstrarleyfi. Framundan væri gríðarleg pappírsvinna og stefnt væri að því að hefja rekstur aftur sem allra fyrst. Á fundinum sagði Carmen Cuschieri, yfirmaður flugþjóna hjá Fly Play Europe, að rekstur gæti hafist á nýjan leik á næstu fimm dögum. Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna Fly Play Europe seinna í dag kom svo fram að málið væri töluvert flóknara, og það gæti tekið nokkrar vikur að hefja starfsemi aftur. Í besta falli gæti það verið eftir fjórar til fimm vikur, en öruggast væri að giska á að ferlið gæti tekið um sex til tíu vikur. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Starfsmenn Fly Play Europe sem sátu fundinn voru margir hverjir strandaglópar á Moldóvu og mikil óvissa var uppi um það hvert ætti að flytja þá og hvenær það yrði gert. Það ylti á því hvernig gengi að greiða úr flóknum málum næstu daga. Á fundinum fyrr í dag héldu íslenskir forsvarsmenn Play því fram að búið væri að tryggja fjármögnun fyrir mikilvæg atriði eins og maltneska flugrekstrarleyfið fyrir þoturnar. „Margir vinir mínir á Íslandi voru að missa vinnuna sína, en ekki ég. Ég er einn af held ég tveimur sem eru ennþá með vinnu. Ég væri ekki núna að vinna fyrir Fly Play Europe, ef ég væri ekki viss um að það væri búið að tryggja fjármögnun fyrir verkefnið,“ sagði Halldór Guðfinnsson, flugrekstrarstjóri hjá Play, við starfsfólk á fundinum. Flestar vélar komnar til Toulouse Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna Fly Play Europe í framhaldi af fundinum kemur fram að ástandið sé flóknara en því hefði verið lýst á fundinum. Ekki verði hægt að hefja rekstur á næstu dögum eins og haldið var í fyrstu. Flestar vélar Play séu nú staddar í Toulouse í Frakklandi. „Þessi staður er aðallega notaður fyrir langtímageymslu, umfangsmiklar viðgerðir, eða þegar flugrekendur endurnýja samninga og færa vélar milli leiguaðila. Framundan er mikil endurskipulagning og við getum ekki búist við því að vélarnar verði komnar aftur til okkar á næstu dögum,“ segir í tölvupóstinum. Framundan sé mikil vinna við að færa flugvélarnar til maltneska félagsins. Endurnýja þurfi leigusamninga við flugrekendur, og flugvélarnar þurfi að standast allar viðhaldsskoðanir á nýjan leik. Að lokum þurfi að flytja vélarnar til Möltu, Mallorca og Sharm El Sheikh í Egyptalandi þaðan sem þær verða reknar, manna áhafnir vélanna og svo þurfi að tryggja maltneskt flugrekstrarleyfi. Play Gjaldþrot Play Malta Fréttir af flugi Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Í gær var greint frá því á vef Innherja að kröfuhafar Fly Play hf. hefðu fengið bréf frá Ísafold Capital þar sem upplýst hefði verið um að Ísafold stæði í viðræðum fyrir þeirra hönd við stjórnendur Play og flugvélaleigunnar AerCap um yfirfærslu á samtals átta vélum yfir til Fly Play Europe, maltneska dótturfélags Play sem stofnað var fyrr á árinu. Fjárfestar sem hefðu keypt í skuldabréfaútboði Play í ágúst hefðu fengið tryggingar á efndum á bréfunum af hálfu Play. Þar væri meðal annars um að ræða veð í öllu hlutafé dótturfélaga, Fly Play Europe, og Play Lithuania, ásamt veðum í öllum almennum fjárkröfum félagsins á hendur dótturfélögum. Fjármögnun tryggð fyrir maltneskt flugrekstrarleyfi Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru starfsmenn maltneska félagsins upplýstir um það á starfsmannafundi í dag að unnið væri að því að færa átta þotur yfir til félagsins og tryggja þeim maltneskt flugrekstrarleyfi. Framundan væri gríðarleg pappírsvinna og stefnt væri að því að hefja rekstur aftur sem allra fyrst. Á fundinum sagði Carmen Cuschieri, yfirmaður flugþjóna hjá Fly Play Europe, að rekstur gæti hafist á nýjan leik á næstu fimm dögum. Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna Fly Play Europe seinna í dag kom svo fram að málið væri töluvert flóknara, og það gæti tekið nokkrar vikur að hefja starfsemi aftur. Í besta falli gæti það verið eftir fjórar til fimm vikur, en öruggast væri að giska á að ferlið gæti tekið um sex til tíu vikur. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Starfsmenn Fly Play Europe sem sátu fundinn voru margir hverjir strandaglópar á Moldóvu og mikil óvissa var uppi um það hvert ætti að flytja þá og hvenær það yrði gert. Það ylti á því hvernig gengi að greiða úr flóknum málum næstu daga. Á fundinum fyrr í dag héldu íslenskir forsvarsmenn Play því fram að búið væri að tryggja fjármögnun fyrir mikilvæg atriði eins og maltneska flugrekstrarleyfið fyrir þoturnar. „Margir vinir mínir á Íslandi voru að missa vinnuna sína, en ekki ég. Ég er einn af held ég tveimur sem eru ennþá með vinnu. Ég væri ekki núna að vinna fyrir Fly Play Europe, ef ég væri ekki viss um að það væri búið að tryggja fjármögnun fyrir verkefnið,“ sagði Halldór Guðfinnsson, flugrekstrarstjóri hjá Play, við starfsfólk á fundinum. Flestar vélar komnar til Toulouse Í tölvupósti sem sendur var til starfsmanna Fly Play Europe í framhaldi af fundinum kemur fram að ástandið sé flóknara en því hefði verið lýst á fundinum. Ekki verði hægt að hefja rekstur á næstu dögum eins og haldið var í fyrstu. Flestar vélar Play séu nú staddar í Toulouse í Frakklandi. „Þessi staður er aðallega notaður fyrir langtímageymslu, umfangsmiklar viðgerðir, eða þegar flugrekendur endurnýja samninga og færa vélar milli leiguaðila. Framundan er mikil endurskipulagning og við getum ekki búist við því að vélarnar verði komnar aftur til okkar á næstu dögum,“ segir í tölvupóstinum. Framundan sé mikil vinna við að færa flugvélarnar til maltneska félagsins. Endurnýja þurfi leigusamninga við flugrekendur, og flugvélarnar þurfi að standast allar viðhaldsskoðanir á nýjan leik. Að lokum þurfi að flytja vélarnar til Möltu, Mallorca og Sharm El Sheikh í Egyptalandi þaðan sem þær verða reknar, manna áhafnir vélanna og svo þurfi að tryggja maltneskt flugrekstrarleyfi.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.
Play Gjaldþrot Play Malta Fréttir af flugi Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira