Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 12:05 Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, er föst í Sitges ásamt tæplega áttatíu öðrum í árshátíðarferð. Vísir/Bjarni/Vilhelm Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“ Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“
Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30