Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 11:30 Birgitta fyrir miðju ásamt Ármanni Múla og Ragnari en um er að ræða starfsmannaferð HE Helgason ehf. Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. „Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Þetta er afskaplega sérkennilegt. Við tékkuðum okkur inn í morgun í flugið og allt eins og það á að vera. Svo bara koma þessar fréttir,“ segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir í samtali við Vísi. Hún tekur þó fram að hópurinn sé salírólegur yfir stöðunni, ferðin hafi verið bókuð í gegnum Aventura ferðaskrifstofu sem sé nú að leysa málið fyrir hópinn. „Þau voru að fá fréttirnar á sama tíma og við. Þannig þau báðu okkur um að gefa sér tíma og við erum guðslifandi fegin að hafa keypt ferð í gegnum ferðaskrifstofu en ekki á okkar eigin vegum,“ segir Birgitta. Hópurinn sé úr Grindavík og því öllu vön, með þykkan skráp og láti þetta ekki of mikið á sig fá. Hópurinn sé enn uppi á hóteli en til stóð að sækja þau í morgun til að keyra upp á flugvöll. Tíðindin bárust að sögn Birgittu sem betur fer í tæka tíð. Hópurinn sé að tékka sig út. „Mér heyrist á flestum í hópnum að það séu allir nokkuð slakir. Ef einhverjir þurfa að komast heim strax í dag þá finnum við út úr því, komum þeim heim með millilendingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Birgitta. Eins og fram hefur komið í fréttum fór flugfélagið í nokkrar ferðir í morgun frá Keflavík. Flogið var til Parísar, Kaupmannahafnar, London, Amsterdam og Dublin. Fyrsta vél fór 06:03, sú síðasta 07:55. Tilkynning um gjaldþrot var svo send út um 09:30. „Mér finnst þetta bara hryllilega siðlaust. Mér finnst svo siðlaust að fljúga fimm, sex vélum út í morgun. Og svo situr fólk bara eftir. Við erum sem betur fer ekki alveg í þeirri stöðu, ætli þetta myndi ekki blasa öðruvísi við mér ef maður væri komin með hópinn að gate-inu.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Portúgal Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira