Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. september 2025 10:36 Anton Ingi er nú á Keflavíkurflugvelli ásamt hópi farþega sem átti flug til Tenerife klukkan 10:30. Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. „Maður stóð bara þarna að pissa þegar maður fékk símhringingarnar. Það var komið upp „go to gate“ á skjáinn og það var þannig í tíu mínútur í viðbót. Ég hugsaði þarna að ég yrði síðasti farþegi Play en það varð ekki,“ segir Anton Ingi í samtali við Vísi, merkilega brattur miðað við aðstæður. Síðar hafi loksins birst skilaboðin „Cancelled“ á skjánum. Flugferðin átti að hefjast 10:30 en tilkynnt var um að flugfélagið Play væri hætt starfsemi fyrir klukkan tíu. Anton Ingi sem þjálfar knattspyrnu í Grindavík var á leið til Tenerife ásamt eiginkonu sinni en er nú eftir ásamt öðrum farþegum á Keflavíkurflugvelli. Hann segir farþega nokkuð ringlaða og klóra sér í kollinum yfir því hvað þeir eigi að gera, enda óvenjulegar aðstæður svo vægt sé til orða tekið. „Fólk er mikið að pæla í því í kringum mig hérna hvort það megi nota tollinn á leiðinni út. Fólk veit það ekki, starfsmaður sagði okkur að hann væri ekki viss. Fólk er bara að týna töskur af beltinu núna.“ Anton segir það ekki koma til greina að láta fall Play ræna sig fríinu erlendis. Þau séu að ráða ráðum sínum hvað þau geri, það sé annað hvort að kaupa annað flug til Tenerife eða fara einfaldlega bara eitthvert allt annað. „Nýta fríið í fótboltanum þessar tvær vikur sem maður nær að hoppa, það er helvíti svekkjandi að hafa misst af þessu flugi. Markmiðið í dag er að bóka annað flug.“ Hvernig er tilfinningin að sitja eftir í Keflavík við svona aðstæður? „Maður veit ekki hvort maður eigi að hlæja eða grenja að þessu. Ætli maður verði ekki bara að hlæja að þessu.“ Hann segir það svo ótrúlegt mál að hafa keypt miðann til Tenerife með gjafabréfi sem hann fékk eftir að flug sem hann átti með félaginu í vetur seinkaði um rúmar 36 klukkustundir. „Þetta er ferðin sem ég ætlaði að fara í í staðinn, það er trixið í þessu, gjafabréfið felldi Play,“ segir Anton í gríni. Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
„Maður stóð bara þarna að pissa þegar maður fékk símhringingarnar. Það var komið upp „go to gate“ á skjáinn og það var þannig í tíu mínútur í viðbót. Ég hugsaði þarna að ég yrði síðasti farþegi Play en það varð ekki,“ segir Anton Ingi í samtali við Vísi, merkilega brattur miðað við aðstæður. Síðar hafi loksins birst skilaboðin „Cancelled“ á skjánum. Flugferðin átti að hefjast 10:30 en tilkynnt var um að flugfélagið Play væri hætt starfsemi fyrir klukkan tíu. Anton Ingi sem þjálfar knattspyrnu í Grindavík var á leið til Tenerife ásamt eiginkonu sinni en er nú eftir ásamt öðrum farþegum á Keflavíkurflugvelli. Hann segir farþega nokkuð ringlaða og klóra sér í kollinum yfir því hvað þeir eigi að gera, enda óvenjulegar aðstæður svo vægt sé til orða tekið. „Fólk er mikið að pæla í því í kringum mig hérna hvort það megi nota tollinn á leiðinni út. Fólk veit það ekki, starfsmaður sagði okkur að hann væri ekki viss. Fólk er bara að týna töskur af beltinu núna.“ Anton segir það ekki koma til greina að láta fall Play ræna sig fríinu erlendis. Þau séu að ráða ráðum sínum hvað þau geri, það sé annað hvort að kaupa annað flug til Tenerife eða fara einfaldlega bara eitthvert allt annað. „Nýta fríið í fótboltanum þessar tvær vikur sem maður nær að hoppa, það er helvíti svekkjandi að hafa misst af þessu flugi. Markmiðið í dag er að bóka annað flug.“ Hvernig er tilfinningin að sitja eftir í Keflavík við svona aðstæður? „Maður veit ekki hvort maður eigi að hlæja eða grenja að þessu. Ætli maður verði ekki bara að hlæja að þessu.“ Hann segir það svo ótrúlegt mál að hafa keypt miðann til Tenerife með gjafabréfi sem hann fékk eftir að flug sem hann átti með félaginu í vetur seinkaði um rúmar 36 klukkustundir. „Þetta er ferðin sem ég ætlaði að fara í í staðinn, það er trixið í þessu, gjafabréfið felldi Play,“ segir Anton í gríni.
Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30