„Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2025 22:03 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var niðurlútur í leikslok. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur í leikslok eftir 2-0 tap liðsins gegn Fram í kvöld. Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum. Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Tapið þýðir að titilvonir Vals eru svo gott sem úr sögunni og liðið er nú án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum. Þar af hefur liðið tapað þremur og gert eitt jafntefli. „Þetta var þungt tap og í rauninni það eina sem hægt er að gera er að óska Fram til hamingju með sigurinn.“ Hann viðurkennir að Fram hafi átt sigurinn skilinn. „Já, ég held það. Heilt yfir í baráttunni sem við erum í þá þarftu að hafa þetta svona extra. Extra hungur, extra vilja, extra baráttu. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki verið að reyna, en ekki með þessu hugarfari sem þú þarft að hafa í þessari baráttu sem þarf í úrslitakeppninni og til að sækja titilinn, því miður.“ „Ég hafði trú á því að við myndum taka næsta skref eftir leikinn á móti Breiðablik. Við héldum þar áfram þrátt fyrir að lenda undir og litum meira út eins og liðið sem við vorum í sumar, en það var því miður ekki til staðar í dag.“ Eins og fram hefur komið var þetta fjórði leikurinn í röð án sigurs hjá Val og þá hefur liðið einnig tapað fjórum af síðustu sex leikjum sínum. Valsmenn eru án margra stórra pósta sem léku með liðinu í sumar, hvort sem það er vegna meiðsla, eða vegna þess að þeir hafa einfaldlega haldið á önnur mið. Túfa segir það vera of stórann bita fyrir liðið að kyngja. „Já, þetta er alltaf mikið áfall. Alveg sama fyrir hvaða hóp. Að missa svona mikilvæga og stóra leikmenn undanfarnar vikur. Þetta hefur áhrif að missa svona gæðaleikmenn út, leikmenn sem voru kannski okkar bestu leikmenn í sumar. En ég hefði samt viljað sjá meiri baráttu hjá mönnum, sem hafði einkennt liðið í sumar. Það vantar þetta extra. Þennan extra meter, þetta extra hlaup inn í teiginn til að mæta fyrirgjöfum, þetta extra hungur sem þarf til að vinna leikinn.“ „Ég hef alltaf haft trú á því sem við erum að gera og síðasti leikur gaf mér enn meiri von um að þetta væri að smella saman aftur, en þetta náðist ekki í dag. Þetta skrifast fyrst og fremst á mig. Ég stend alltaf fyrir framan liðið þegar töpin koma og það verður alltaf þannig. Ég er bara þannig gerður. Við verðum að skoða af hverju okkur vantar þetta extra. Ef þú kemur með það og tapar samt þá verðurðu bara að rétta upp hönd og taka því og verður kannski ekki jafn svekktur og ég er núna.“ Þá viðurkennir Túfa einnig að draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem farinn. „Það er erfitt fyrir mig núna að hugsa um titilinn. Það er ennþá eitthvað af leikjum eftir, en til að vera með í einhverri baráttu, hvort sem það er um titilinn eða þriðja sæti, þá þurfum við að sýna betri frammistöðu,“ sagði Túda að lokum.
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira