Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lovísa Arnardóttir skrifar 27. september 2025 15:01 Frá upptökum á efni fyrir TV1.is, Á myndinni eru Dr. Erla Björnsdóttir og Þorsteinn J. Gunnar Svanberg Skúlason Þorsteinn J. Vilhjálmsson, eða Þorsteinn J., opnaði á dögunum nýjan fjölmiðil, TV1. Fjölmiðlinum er ætlað að vera vettvangur ólíkra blaðamanna fyrir fjölbreyttar sögur. Þorsteinn segir að þar verði hægt að nýta nýja tækni og leiðir til dreifingar til að ná til fólks. Þorsteinn segir þetta vera spennandi tíma í fjölmiðlum. „Mér finnst þetta vera lykilatriði að þetta sé fjölmiðill, brotkast, ekki málgagn einhvers eða með einhvern málaflokk undir,“ segir Þorsteinn en á vef fjölmiðilsinser hægt að sjá skrifaðar greinar og innslög í bæði útvarp eða hlaðvarp og sjónvarp. Þorsteinn segir þekkta forskrift að svona fjölmiðli og nefnir sem dæmi Sunday Times Magazine og New York Times Magazine. „Eitthvað sem er heimur og er hægt að teikna upp í sjónvarpi eða útvarpi eða tímaritsgrein. Það eru svo margir möguleikar á að segja sögu, og setja það fram og láta það flakka á milli miðlanna. Það er grunnstefið. Svo er bara að setja í gang og sjá hvað kemur,“ segir hann. Á vefsíðunni er til dæmis núna að finna umfjöllun eftir Eyþór Árnason um Reynistaðabræður sem hurfu á Kili fyrir 245 árum. „Það er oft eins og hvernig hlutirnir eru sagðir eða hvernig þeir eru útfærðir sem ræður því hvor fólk fær áhuga á þeim. Það er eins með þessa sögu sem Eyþór Árnason er að segja af atburðum á Kili 1780. Það er ótrúlega áhugaverð tenging því hann er skyldur Reynistaðabræðrum sem farast þarna og það breytir sögunni algerlega og þess vegna er spennandi að útfæra það á marga ólíka vegu,“ segir Þorsteinn. Umfjöllun á TV1 byrji þannig með greininni en svo fylgi útvarpsþáttur og sjónvarpefni síðar. Þá segist hann einnig vera að útfæra hugmyndir um umfjöllun um svefn með Erlu Björnsdóttur, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, sem eigi að birtast fljótlega. „Það vantar ekki efni.“ Þorsteinn segist alls ekki áhyggjufullur yfir erfiðum rekstri fjölmiðla. „Ég er furðurólegur og það er kannski út af því að ég horfi ekki endilega á þetta þannig. Það er búið að kvarta undan rekstri fjölmiðla síðan ég var 16 ára. Það sem við höfum núna er ótrúlega mörg tækifæri. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að það sé erfitt að reka fjölmiðla, alls ekki, en á hvað erum við að horfa? Mér finnst áhugaverðara að skoða þetta út frá því að þetta séu okkar bestu tíma í fjölmiðlum. Þeir eru það sannarlega út frá tækni, út frá möguleikum á dreifingu og svo framvegis. Það er okkar sem erum í þessu fagi að finna leiðirnar og hugsa meira um það sem við getum gert en það sem við getum ekki gert.“ Hann segir fjölmiðilinn líka fyrir blaðamenn sem vinna sjálfstætt. Hann segir þetta afar mikilvægt. Fjölmiðilinn verði ekki bara í hans nafni eða bara greinar eftir hann. „Ég er að koma þessu í gang en þetta er ekki bara fyrir mig prívat og persónulega.TV1 Magazine er fjölmiðill sem vinnur með engum og öllum. Þetta er í raun og veru vettvangur til þess að búa til nýja hluti, án þess að vera hugsa of mikið um hvað er að gerast á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“ Fjölmiðillinn sé þannig alveg eins í samkeppni við alþjóðlega fjölmiðla og þá íslensku um lestur og áhorf. „Við erum líka að keppa við Politiken eða New York Times eða hvað það er. Við getum skoðað og lesið hvaða fjölmiðil sem er í heiminum og þá þurfum við að hugsa hvaða möguleika við erum með hér að búa til efni sem er spennandi og áhugavert og nýta okkur þá tækni og möguleika sem eru til staðar.“ Fjölmiðlar Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Mér finnst þetta vera lykilatriði að þetta sé fjölmiðill, brotkast, ekki málgagn einhvers eða með einhvern málaflokk undir,“ segir Þorsteinn en á vef fjölmiðilsinser hægt að sjá skrifaðar greinar og innslög í bæði útvarp eða hlaðvarp og sjónvarp. Þorsteinn segir þekkta forskrift að svona fjölmiðli og nefnir sem dæmi Sunday Times Magazine og New York Times Magazine. „Eitthvað sem er heimur og er hægt að teikna upp í sjónvarpi eða útvarpi eða tímaritsgrein. Það eru svo margir möguleikar á að segja sögu, og setja það fram og láta það flakka á milli miðlanna. Það er grunnstefið. Svo er bara að setja í gang og sjá hvað kemur,“ segir hann. Á vefsíðunni er til dæmis núna að finna umfjöllun eftir Eyþór Árnason um Reynistaðabræður sem hurfu á Kili fyrir 245 árum. „Það er oft eins og hvernig hlutirnir eru sagðir eða hvernig þeir eru útfærðir sem ræður því hvor fólk fær áhuga á þeim. Það er eins með þessa sögu sem Eyþór Árnason er að segja af atburðum á Kili 1780. Það er ótrúlega áhugaverð tenging því hann er skyldur Reynistaðabræðrum sem farast þarna og það breytir sögunni algerlega og þess vegna er spennandi að útfæra það á marga ólíka vegu,“ segir Þorsteinn. Umfjöllun á TV1 byrji þannig með greininni en svo fylgi útvarpsþáttur og sjónvarpefni síðar. Þá segist hann einnig vera að útfæra hugmyndir um umfjöllun um svefn með Erlu Björnsdóttur, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, sem eigi að birtast fljótlega. „Það vantar ekki efni.“ Þorsteinn segist alls ekki áhyggjufullur yfir erfiðum rekstri fjölmiðla. „Ég er furðurólegur og það er kannski út af því að ég horfi ekki endilega á þetta þannig. Það er búið að kvarta undan rekstri fjölmiðla síðan ég var 16 ára. Það sem við höfum núna er ótrúlega mörg tækifæri. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að það sé erfitt að reka fjölmiðla, alls ekki, en á hvað erum við að horfa? Mér finnst áhugaverðara að skoða þetta út frá því að þetta séu okkar bestu tíma í fjölmiðlum. Þeir eru það sannarlega út frá tækni, út frá möguleikum á dreifingu og svo framvegis. Það er okkar sem erum í þessu fagi að finna leiðirnar og hugsa meira um það sem við getum gert en það sem við getum ekki gert.“ Hann segir fjölmiðilinn líka fyrir blaðamenn sem vinna sjálfstætt. Hann segir þetta afar mikilvægt. Fjölmiðilinn verði ekki bara í hans nafni eða bara greinar eftir hann. „Ég er að koma þessu í gang en þetta er ekki bara fyrir mig prívat og persónulega.TV1 Magazine er fjölmiðill sem vinnur með engum og öllum. Þetta er í raun og veru vettvangur til þess að búa til nýja hluti, án þess að vera hugsa of mikið um hvað er að gerast á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“ Fjölmiðillinn sé þannig alveg eins í samkeppni við alþjóðlega fjölmiðla og þá íslensku um lestur og áhorf. „Við erum líka að keppa við Politiken eða New York Times eða hvað það er. Við getum skoðað og lesið hvaða fjölmiðil sem er í heiminum og þá þurfum við að hugsa hvaða möguleika við erum með hér að búa til efni sem er spennandi og áhugavert og nýta okkur þá tækni og möguleika sem eru til staðar.“
Fjölmiðlar Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira