Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 11:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd erlendis. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. „Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Það er mat forsætisráðherra að þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg atvik sem hafi kallað á lokun alþjóðaflugvalla á Norðurlöndum í öryggisskyni verði að bregðast við fréttum af þessu tagi af yfirvegun og á grundvelli staðreynda upplýsinga. Forsætisráðherra mun áfram fylgjast vel með framvindu mála og taka ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar þjóðaröryggisráðs þegar gleggri upplýsingar liggja fyrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Drónaflug hefur ógnað þó nokkrum flugvöllum í Danmörku undanfarna daga með þeim afleiðingum að þeim var lokað um tíma. Í gærkvöldi var flugvellinum í Álborg lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug, en ekki var hægt að staðfesta hvort að um dróna hafi verið að ræða eða ekki. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þjóðverja, hefur gefið í skyn að Rússar séu að baki drónafluginu. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt. Farið var yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Þingmenn hér á landi hafa kallað eftir því að þjóðaröryggisráðið yrði kallað saman í ljósi vendinga síðustu daga. Þeirra á meðal er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra að hún teldi tilefni til að kalla saman ráðið en sú ákvörðun liggur í höndum Kristrúnar sem formaður þess. Kristrún hefur verið erlendis undanfarna daga, fyrst á þingi Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi á ráðstefnunni Global Progress Action Summit. Í svari ráðuneytisins segir að hún hafi fylgst vel með framvindu mála. Hún hafi fengið upplýsingar frá ritara þjóðaröryggisráðs í samráði við greiningardeild RLS, Vástigsnefnd Flugverndar RLS og Sérsveit RLS. „Vástigsnefndin fundaði síðdegis í fyrradag og fór yfir stöðu mála og lagði mat á þær upplýsingar sem greiningardeild hafði aflað. Mat fundarins var að ekki væri um yfirvofandi ógn að ræða, samtali við norræn löggæsluyfirvöld og stofnanir verði haldið áfram og forsætisráðherra, sem formanni þjóðaröryggisráðs, verði haldið upplýstum eftir því sem málinu vindur fram.“ Mbl greindi fyrst frá og segja að Kristrún hafi tekið þá ákvörðun að kalla ekki saman þjóðaröryggisráðið. Í yfirlýsingunni frá ráðuneytinu segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort boðað verði til sérstaks fundar í ráðinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira