Lægð sem valdi meiri usla Oddur Ævar Gunnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 25. september 2025 20:34 Haraldur Ólafsson biðlar til fólks um að tryggja lausamuni. Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar fyrr í kvöld. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi þar hvassviðrið sem er rétt handan við hornið og mun standa fram á næstu nótt í nokkrum landshlutum. Um er að ræða tvískiptar gular veðurviðvaranir. Sú fyrsta tók gildi nú klukkan sex á sunnan og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu og rigningar. Í nótt og fyrramálið fer svo að hvessa og það má segja að mesta rokið verði í hádeginu og fram að kvöldi, þegar gulu viðvaranirnar falla úr gildi um nóttina. Fólk flaski á að undirbúa sig og festa lausamuni „Já já þetta er úrfelli og gæti alveg dugað til þess að koma jarðvegi af stað í bröttum hlíðum, sérstaklega á sunnanverðum Austfjörðum og þar um slóðir en ég hugsa að annars staðar á landinu þar eru nú ekki miklar líkur á því að úrkoma valdi miklum vandræðum.“ Það verði hvasst seint í nótt og á morgun á suðvestanverðu landinu. „Og svo fer hann að ganga niður strax um kaffileytið og svo kemur þetta aftur upp nokkrum klukkutímum seinna á Norðausturlandi.“ Þetta er trampolínlægð, það er hætta á foktjóni? „Ja ég held þetta sé ekki þakplötuveður en eins og þú segir hoppudýnur og hlutir sem ekki eru naglfastir gætu vel farið af stað,“ segir Haraldur. Þetta sé það sem koma skal en eitt muni skera þessa lægð úr frá öðrum. „Það sem er sérstakt við þessa og fyrstu lægðir haustsins að þær valda yfirleitt meira usla heldur en þær sem koma seinna vegna þess að það er bara töluvert af lausum munum sem ég myndi nú hvetja fólk til þess að taka inn.“ Veður Tengdar fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25. september 2025 18:41 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar fyrr í kvöld. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi þar hvassviðrið sem er rétt handan við hornið og mun standa fram á næstu nótt í nokkrum landshlutum. Um er að ræða tvískiptar gular veðurviðvaranir. Sú fyrsta tók gildi nú klukkan sex á sunnan og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu og rigningar. Í nótt og fyrramálið fer svo að hvessa og það má segja að mesta rokið verði í hádeginu og fram að kvöldi, þegar gulu viðvaranirnar falla úr gildi um nóttina. Fólk flaski á að undirbúa sig og festa lausamuni „Já já þetta er úrfelli og gæti alveg dugað til þess að koma jarðvegi af stað í bröttum hlíðum, sérstaklega á sunnanverðum Austfjörðum og þar um slóðir en ég hugsa að annars staðar á landinu þar eru nú ekki miklar líkur á því að úrkoma valdi miklum vandræðum.“ Það verði hvasst seint í nótt og á morgun á suðvestanverðu landinu. „Og svo fer hann að ganga niður strax um kaffileytið og svo kemur þetta aftur upp nokkrum klukkutímum seinna á Norðausturlandi.“ Þetta er trampolínlægð, það er hætta á foktjóni? „Ja ég held þetta sé ekki þakplötuveður en eins og þú segir hoppudýnur og hlutir sem ekki eru naglfastir gætu vel farið af stað,“ segir Haraldur. Þetta sé það sem koma skal en eitt muni skera þessa lægð úr frá öðrum. „Það sem er sérstakt við þessa og fyrstu lægðir haustsins að þær valda yfirleitt meira usla heldur en þær sem koma seinna vegna þess að það er bara töluvert af lausum munum sem ég myndi nú hvetja fólk til þess að taka inn.“
Veður Tengdar fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25. september 2025 18:41 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25. september 2025 18:41