Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 24. september 2025 13:30 Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Sérfræðingar okkar á Rannsóknasetri - Krabbameinsskrá hjá Krabbameinsfélaginu gáfu nýverið út spá um fjölgun krabbameinstilvika og lifenda til ársins 2045. Áskoranirnar framundan eru stórar, spáð er 63% fjölgun nýrra tilvika en góðu fréttirnar eru að spáð er 96% fjölgun lifenda. Fyrir heilbrigðisþjónustuna þýðir þetta að í stað þess að takast á við rúm 2.000 krabbameinstilvik í dag mun heilbrigðisþjónustan fá um 3.500 ný tilvik í fangið árið 2045. Góðu fréttirnar eru að framfarir eru miklar og lifendum mun fjölga mjög mikið. Hluti lifenda, sem í dag telur 19.400 manns en verður um 38.000 árið 2045, mun þurfa ævilanga meðferð og enn aðrir glíma við langvinnar aukaverkanir. Flestir verða hins vegar vonandi læknaðir og frískir. Þessi aukning er ekki nýtilkomin. Hún er búin að vera mikil undanfarin ár og sú aukning hefur þegar sett mark sitt á kerfið sem ræður ekki að fullu við verkefnið í dag. Það er því eins gott að bretta upp ermar og undirbúa viðbrögð. Við búum einstaklega vel varðandi gögn um krabbamein og getum séð fyrir hvað er í vændum. Við hjá Krabbameinsfélaginu hvetjum til þess að tekið sé mark á gögnunum, þau nýtt og kraftur settur í undirbúning. Gleymum ekki að bakvið allar tölurnar er fólk sem við viljum vera viss um að bjóðist áfram besta þjónusta. Krabbameinsrannsóknir kunna að virka fjarlægar öðrum en þeim sem stunda þær en þær drífa áfram stöðugar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina. Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins var stofnaður árið 2015 til að styrkja krabbameinsrannsóknir hér á landi. Frá árinu 2017 hefur fyrir dyggan stuðning almennings verið mögulegt að veita 106 styrki úr sjóðnum, 656 milljónir til 63 rannsókna. Allt það fé kemur beint frá almenningi og fyrirtækjum í landinu, ýmist sem erfðagjafir eða hluti af reglubundinni fjáröflun Krabbameinsfélagsins. Það má því með sanni segja að fólkið í landinu sé megin hreyfiaflið í krabbameinsrannsóknum hér á landi. Krabbameinsrannsóknir standa okkur því miklu nær en við héldum. Í dag er alþjóðadagur krabbameinsrannsókna. Í tilefni af honum stöndum við hjá Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi á morgun þar sem við fjöllum um stöðu krabbameinsrannsókna á Íslandi, veltum upp spurningunni hvort þær séu bráðnauðsynlegar eða óþarfar. Fáum góða innsýn í stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi en líka upplýsingar um alþjóðlega vottun íslenskrar krabbameinsmiðstöðvar sem unnið er að hörðum höndum af metnaðarfullu starfsfólki Landspítala. Og það eru tengsl á milli rannsóknarstarfs og vottunar. Hér eru frekari upplýsingar um málþingið. Höfundar er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar