Enski boltinn

Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ó­gildan miða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Maður frá Suður-Kóreu ætlaði sér að sjá Brighton spila. Það gekk ekki eftir.
Maður frá Suður-Kóreu ætlaði sér að sjá Brighton spila. Það gekk ekki eftir. EPA/Vince Mignott

Maður frá Suður-Kóreu ferðaðist nærri 9000 kílómetra til að komast á leik Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni. Þegar á staðinn var kominn kom í ljós að miði hans, sem kostaði 150 þúsund íslenskar krónur, var falsaður og honum neitaður aðgangur á Amex-völlinn.

Breska ríkisútvarpið, BBC, opinberaði nýverið að fjölmargir miðar á leiki í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta væru seldir á svörtum markaði. Margir þeirra eru falsaðir og því situr stuðningsfólk eftir með sárt ennið.

„Ég er vonsvikinn. Ég skil ekki þessa reglu. Mér hefur verið sagt að ég ætti að reyna fá miðann endurgreiddan,“ sagði James – maðurinn frá Suður-Kóreu – í viðtali við BBC. Talið er að 200 aðrir hafi lent í því sama og James á téðum Brighton leik.

Að endurselja miða er bannað í Bretlandi en fjöldinn allur af vefsíðum býður þó upp á slíka miða.

„Langtíma stuðningsfólk á erfitt með að fá miða því þeir eru allir keyptir af þessum aðilum sem selja þá svo áfram,“ segir Tom Greatrex, formaður

Í grein BBC um málið er rætt við Brighton sem gaf breska ríkisútvarpinu innsýn í hvernig félagið – sem og önnur lið úrvalsdeildarinnar – eru að tækla vandamálið. Notaður er hugbúnaður sem aðstoðar við að greina hver er að kaupa miðana og ef í ljós kemur að um vefsíðu sem selur þá áfram á ólögmætan hátt fer salan ekki í gegn.

Allt er þetta gert til að koma í veg fyrir að fólk eins og James geri sér ferð og eyði fúlgum fjár í miða sem virka svo ekki þegar á hólminn er komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×