Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2025 22:45 Rooney var farsæll leikmaður en hefur ekki alveg fundið sig í þjálfun. EPA/ADAM VAUGHAN Wayne Rooney var hluti af einu sigursælasta knattspyrnuliði Englands um árabil þegar ekkert virðist fá Manchester United stöðvað. Hann segir að tölvuleikir hafi gert öfluga leikmenn enn samheldnari. Hinn 39 ára gamli Rooney lék með Man United frá 2004 til 2017. Á þeim tíma vann hann fjölda titla og nældi í fleiri silfurverðlaun en hann vill telja upp: Englandsmeistari (5) Deildarbikar (3) Meistaradeild Evrópu (1) Enski bikarinn (1) HM félagsliða (1) Evrópudeildin (1) Í hlaðvarpi sínu, The Wayne Rooney show, ræddi hann nýverið tölvuspil og hvernig margir leikmanna liðsins styttu sér stundir í liðsrútunni. Þar kom fram að Rooney ásamt fleirum spilaði herleikinn SOCOM á PSP leikjatölvu. „Ég tel virkilega að stór hluti árangurs okkar hafi verið það að við spiluðum saman á PSP. Það fékk okkur til að tala meira saman, við spiluðum saman í flugvélinni og liðsrútunni.“ „Þetta voru ég, Rio Ferdinandi, Michael Carrick, John O‘Shea og Wes Brown. Samskipti voru virkilega mikilvæg í leiknum. Spurðu einhvern þessara leikmenna, þetta var frábært.“ Rooney gekk svo langt að segja að leikstíll leikmanna á knattspyrnuvellinum hafi endurspeglað hvernig þeir spiluðu leikinn. „Carrick var rólegur og yfirvegaður á meðan ég fór allur inn, beint ofan í skotgrafirnar og í andlitið á óvininum.“ Michael Carrick og Wayne Rooney á góðri stundu.AFP Ekki voru þó allir leikmenn Man United hrifnir af þessu. Markvörðurinn Edwin van der Sar var einn þeirra. „Hann varð pirraður því við vorum að öskra á hvorn annan í rútunni. Hann varð svo pirraður, reyndi að komast eins langt frá okkur og hægt var.“ Ekki hefur mikið gengið hjá United undnafarin misseri og spurning hvort leikmenn liðsins þurfi að dusta rykið af PSP-tölvunum og fara spila stríðsleiki saman. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Hinn 39 ára gamli Rooney lék með Man United frá 2004 til 2017. Á þeim tíma vann hann fjölda titla og nældi í fleiri silfurverðlaun en hann vill telja upp: Englandsmeistari (5) Deildarbikar (3) Meistaradeild Evrópu (1) Enski bikarinn (1) HM félagsliða (1) Evrópudeildin (1) Í hlaðvarpi sínu, The Wayne Rooney show, ræddi hann nýverið tölvuspil og hvernig margir leikmanna liðsins styttu sér stundir í liðsrútunni. Þar kom fram að Rooney ásamt fleirum spilaði herleikinn SOCOM á PSP leikjatölvu. „Ég tel virkilega að stór hluti árangurs okkar hafi verið það að við spiluðum saman á PSP. Það fékk okkur til að tala meira saman, við spiluðum saman í flugvélinni og liðsrútunni.“ „Þetta voru ég, Rio Ferdinandi, Michael Carrick, John O‘Shea og Wes Brown. Samskipti voru virkilega mikilvæg í leiknum. Spurðu einhvern þessara leikmenna, þetta var frábært.“ Rooney gekk svo langt að segja að leikstíll leikmanna á knattspyrnuvellinum hafi endurspeglað hvernig þeir spiluðu leikinn. „Carrick var rólegur og yfirvegaður á meðan ég fór allur inn, beint ofan í skotgrafirnar og í andlitið á óvininum.“ Michael Carrick og Wayne Rooney á góðri stundu.AFP Ekki voru þó allir leikmenn Man United hrifnir af þessu. Markvörðurinn Edwin van der Sar var einn þeirra. „Hann varð pirraður því við vorum að öskra á hvorn annan í rútunni. Hann varð svo pirraður, reyndi að komast eins langt frá okkur og hægt var.“ Ekki hefur mikið gengið hjá United undnafarin misseri og spurning hvort leikmenn liðsins þurfi að dusta rykið af PSP-tölvunum og fara spila stríðsleiki saman.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira