Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 10:47 Helgi Guðjónsson skoraði úr umdeildri vítaspyrnu í sigri Víkings gegn Fram, 2-1. vísir/diego Ellefu mörk voru skoruð í fjórum leikjum í Bestu deild karla í gær. Vítaspyrna sem Víkingur fékk gegn Fram var umtöluð. Víkingur náði fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildarinnar með því að vinna Fram, 2-1, í gær. Á sama tíma gerði Stjarnan markalaust jafntefli við FH. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var afar umdeilt. Rúnar Kristinsson, þjálfari Framara, var allavega mjög ósáttur við dóminn, sem og annað í dómgæslunni, og fékk rautt spjald þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Jakob Byström jafnaði fyrir gestina úr Úlfarsárdalnum á 70. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Á 79. mínútu skoraði Gylfi Þór Sigurðsson svo sigurmark Víkings sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Fyrir leikinn gegn FH hafði Stjarnan unnið fimm leiki í röð en sigurgöngunni lauk í gær. Stjörnumenn er í 2. sæti deildarinnar með 41 stig, fjórum stigum á eftir Víkingum. FH-ingar eru í 5. sætinu með 31 stig, tveimur stigum á undan Frömurum sem eru í 6. sætinu. Í neðri hlutanum vann KA 4-2 sigur á KR á Akureyri. Aron Sigurðarson kom KR-ingum tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik en KA-menn jöfnuðu í 1-1 með sjálfsmarki Arnars Freys Ólafssonar sem stóð á milli stanganna hjá gestunum. Birnir Snær Ingason kom heimamönnum yfir, 3-2, með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma gulltryggði Andri Fannar Stefánsson sigurinn, 4-2. KA er í 7. sæti deildarinnar með 32 stig en KR í ellefta og næstneðsta sætinu með 24 stig. Í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum fékk ÍBV á sig jöfnunarmark undir lokin þegar Afturelding kom í heimsókn. Alex Freyr Hilmarsson kom Eyjamönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu en Aron Jóhannesson jafnaði með öðru aukaspyrnumarki fjórum mínútum fyrir leikslok, 1-1. Í uppbótartíma var Mosfellingurinn Georg Bjarnason rekinn af velli. Afturelding, sem hefur ekki unnið leik síðan 23. júní, er með 22 stig á botni deildarinnar en ÍBV er í 8. sæti með þrjátíu stig. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Stjarnan FH KA KR ÍBV Afturelding Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. 21. september 2025 18:32 Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21. september 2025 18:32 „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59 „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21. september 2025 21:50 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00 Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21. september 2025 15:17 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum. 21. september 2025 10:15 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Víkingur náði fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildarinnar með því að vinna Fram, 2-1, í gær. Á sama tíma gerði Stjarnan markalaust jafntefli við FH. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var afar umdeilt. Rúnar Kristinsson, þjálfari Framara, var allavega mjög ósáttur við dóminn, sem og annað í dómgæslunni, og fékk rautt spjald þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Jakob Byström jafnaði fyrir gestina úr Úlfarsárdalnum á 70. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Á 79. mínútu skoraði Gylfi Þór Sigurðsson svo sigurmark Víkings sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Fyrir leikinn gegn FH hafði Stjarnan unnið fimm leiki í röð en sigurgöngunni lauk í gær. Stjörnumenn er í 2. sæti deildarinnar með 41 stig, fjórum stigum á eftir Víkingum. FH-ingar eru í 5. sætinu með 31 stig, tveimur stigum á undan Frömurum sem eru í 6. sætinu. Í neðri hlutanum vann KA 4-2 sigur á KR á Akureyri. Aron Sigurðarson kom KR-ingum tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik en KA-menn jöfnuðu í 1-1 með sjálfsmarki Arnars Freys Ólafssonar sem stóð á milli stanganna hjá gestunum. Birnir Snær Ingason kom heimamönnum yfir, 3-2, með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma gulltryggði Andri Fannar Stefánsson sigurinn, 4-2. KA er í 7. sæti deildarinnar með 32 stig en KR í ellefta og næstneðsta sætinu með 24 stig. Í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum fékk ÍBV á sig jöfnunarmark undir lokin þegar Afturelding kom í heimsókn. Alex Freyr Hilmarsson kom Eyjamönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu en Aron Jóhannesson jafnaði með öðru aukaspyrnumarki fjórum mínútum fyrir leikslok, 1-1. Í uppbótartíma var Mosfellingurinn Georg Bjarnason rekinn af velli. Afturelding, sem hefur ekki unnið leik síðan 23. júní, er með 22 stig á botni deildarinnar en ÍBV er í 8. sæti með þrjátíu stig. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Stjarnan FH KA KR ÍBV Afturelding Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. 21. september 2025 18:32 Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21. september 2025 18:32 „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59 „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21. september 2025 21:50 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00 Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21. september 2025 15:17 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum. 21. september 2025 10:15 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. 21. september 2025 18:32
Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21. september 2025 18:32
„Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59
„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21. september 2025 21:50
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00
„Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00
Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21. september 2025 15:17
Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum. 21. september 2025 10:15
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann