„Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. september 2025 17:21 Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur UMFN Njarðvíkingar sitja eftir í Lengjudeildinni með sárt ennið eftir að hafa tapað í undanúrslitaeinvígi gegn nágrönnum sínum í Keflavík 0-3 á heimavelli í kvöld og samanlagt 2-4. „Vonsvikinn og bara virkilega ósáttur með það hvernig við bognum í byrjun seinni hálfleiks“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í dag. „Þeir komast á bragðið og við vorum kannski ekki alveg nógu klárir eða litlir í okkur eða hvað það var. Því miður þá bara bognum við þarna og við náum ekki að koma okkur út úr þessu og því miður þá er þetta heldur ekki í fyrsta skipti í sumar sem við lendum í þessum aðstæðum“ Það mátti sjá von kvikna í liði Keflavíkur þegar þeir skora frábært mark og jafna einvígið og um leið mátti sjá Njarðvíkinga verða svolítið litla í sér. „Þeir skora þarna frábært mark og auðvitað er það eitthvað svona mark sem þarf að vera til þess að brjóta okkur á bak aftur. Mér fannst þeir ekki gera neitt í fyrri hálfleik og við vorum með ágætis stjórn á þessu í fyrri hálfleik og fáum nokkur tækifæri til þess að skora en gerum það ekki“ „Við fórum brattir inn í hálfleik og fórum yfir hlutina sem að við vildum gera í seinni en fótbolti er bara þannig ef þú mætir ekki til leiks og sérstaklega ef að hitt liðið er með reynslu í því að koma inn í svon stærri leiki á réttum mómentum“ Annað mark Keflavíkur var mjög umdeilt en þeir skora þá eftir óbeina aukaspyrnu sem hafði verið dæmd eftir að boltinn hafi verið tæklaður upp í hendurnar á Aroni Snær Friðrikssyni markverði Njarðvíkur. „Ég sé þetta ekki nægilega vel hvort hann sé að gefa hann til baka endilega eða tækla en ég veit allavega að það er stutt á milli þeirra þarna og ég veit ekki hversu mikill brotavilji er þarna ef Sigurjón Már Markússon er að gefa hann til baka þarna úr þessu færi. Ég sé þetta ekki nægilega vel og er í smá snoker þarna við þá þarna þar sem ég stend“ „Þeir fá þetta og hann klárar þetta upp í skeytin og að fá tvö mörk á sig alveg upp í skeytin er mjög 'brutal' að detta út með þeim hætti“ Mikið var rætt og ritað um málefni Oumar Diouck í aðdraganda leiksins en hann fékk tvö gul og þar með rautt í síðasta leik sem varð til þess að hann tók út leikbann í dag. „Þetta er ekki fyrsti leikurinn í sumar þar sem við þurfum að breyta til hvort sem það sé vegna landsliðsverkefna, meiðsli eða leikbönn. Það kom bara maður í manns stað hjá okkur“ Framtíð Gunnars Heiðars Þorvaldssonar er nú í lausu lofti en hann er samningslaus eftir tímabilið hjá Njarðvík. „Ég er ekki alveg búin að ná hausnum í kringum þetta ef ég á að segja alveg eins og er. Ég er ótrúlega vonsvikinn með það hvernig við klárum tímabilið svona á þennan hátt. Strákarnir eiga mun meira skilið heldur en að detta út eins og þeir gerðu í dag“ „Ég er orðin atvinnulaus núna og það verður bara að skoða það eitthvað í framtíðinni. Ég er ekkert búin að pæla í því neitt. Ég hugsaði svo mikið um að reyna að koma þessum klúbbi upp hérna“ „Ég er ótrúlega ánægður með klúbbinn, strákana og teymið mitt að hafa komið á vagninn og eftir tvö og hálft ár þá held ég að við getum sagt það að ég er gríðarlega stoltur af þeirri vinnu sem að við erum búnir að gera því mér finnst við vera búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson. UMF Njarðvík Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hafa unnið alla þrjá leikina með markatölunni 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
„Vonsvikinn og bara virkilega ósáttur með það hvernig við bognum í byrjun seinni hálfleiks“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir tapið í dag. „Þeir komast á bragðið og við vorum kannski ekki alveg nógu klárir eða litlir í okkur eða hvað það var. Því miður þá bara bognum við þarna og við náum ekki að koma okkur út úr þessu og því miður þá er þetta heldur ekki í fyrsta skipti í sumar sem við lendum í þessum aðstæðum“ Það mátti sjá von kvikna í liði Keflavíkur þegar þeir skora frábært mark og jafna einvígið og um leið mátti sjá Njarðvíkinga verða svolítið litla í sér. „Þeir skora þarna frábært mark og auðvitað er það eitthvað svona mark sem þarf að vera til þess að brjóta okkur á bak aftur. Mér fannst þeir ekki gera neitt í fyrri hálfleik og við vorum með ágætis stjórn á þessu í fyrri hálfleik og fáum nokkur tækifæri til þess að skora en gerum það ekki“ „Við fórum brattir inn í hálfleik og fórum yfir hlutina sem að við vildum gera í seinni en fótbolti er bara þannig ef þú mætir ekki til leiks og sérstaklega ef að hitt liðið er með reynslu í því að koma inn í svon stærri leiki á réttum mómentum“ Annað mark Keflavíkur var mjög umdeilt en þeir skora þá eftir óbeina aukaspyrnu sem hafði verið dæmd eftir að boltinn hafi verið tæklaður upp í hendurnar á Aroni Snær Friðrikssyni markverði Njarðvíkur. „Ég sé þetta ekki nægilega vel hvort hann sé að gefa hann til baka endilega eða tækla en ég veit allavega að það er stutt á milli þeirra þarna og ég veit ekki hversu mikill brotavilji er þarna ef Sigurjón Már Markússon er að gefa hann til baka þarna úr þessu færi. Ég sé þetta ekki nægilega vel og er í smá snoker þarna við þá þarna þar sem ég stend“ „Þeir fá þetta og hann klárar þetta upp í skeytin og að fá tvö mörk á sig alveg upp í skeytin er mjög 'brutal' að detta út með þeim hætti“ Mikið var rætt og ritað um málefni Oumar Diouck í aðdraganda leiksins en hann fékk tvö gul og þar með rautt í síðasta leik sem varð til þess að hann tók út leikbann í dag. „Þetta er ekki fyrsti leikurinn í sumar þar sem við þurfum að breyta til hvort sem það sé vegna landsliðsverkefna, meiðsli eða leikbönn. Það kom bara maður í manns stað hjá okkur“ Framtíð Gunnars Heiðars Þorvaldssonar er nú í lausu lofti en hann er samningslaus eftir tímabilið hjá Njarðvík. „Ég er ekki alveg búin að ná hausnum í kringum þetta ef ég á að segja alveg eins og er. Ég er ótrúlega vonsvikinn með það hvernig við klárum tímabilið svona á þennan hátt. Strákarnir eiga mun meira skilið heldur en að detta út eins og þeir gerðu í dag“ „Ég er orðin atvinnulaus núna og það verður bara að skoða það eitthvað í framtíðinni. Ég er ekkert búin að pæla í því neitt. Ég hugsaði svo mikið um að reyna að koma þessum klúbbi upp hérna“ „Ég er ótrúlega ánægður með klúbbinn, strákana og teymið mitt að hafa komið á vagninn og eftir tvö og hálft ár þá held ég að við getum sagt það að ég er gríðarlega stoltur af þeirri vinnu sem að við erum búnir að gera því mér finnst við vera búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
UMF Njarðvík Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hafa unnið alla þrjá leikina með markatölunni 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira