Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir og Perla Magnúsdóttir skrifa 21. september 2025 19:03 Vísbendingar eru um að geðheilsa barna og ungmenna á Íslandi fari versnandi. Við höfum unnið með ungmennum sem hafa glímt við sjálfskaðandi hugsanir og í einhverjum tilfellum þurft að fylgja þeim á geðdeild. Það er sárt að horfa á börn og ungmenni missa jafnvægið í lífinu. Samfélagið verður einfaldlega að staldra við og finna fleiri leiðir sem stuðla að meiri vellíðan hjá ungu fólki. Andleg heilsa krefst reglulegrar ræktunar, rétt eins og líkaminn. Við vitum að hreyfing styrkir líkamann en gleymum stundum að hugurinn þarf einnig æfingar, næringu og umhyggju. Að rækta samkennd, góðvild, sterka sjálfsmynd og jákvæð samskipti getur orðið skjöldur gegn vanlíðan. Góðvild sem ofurkraftur Við þurfum að kenna ungu fólki að góðvild er ofurkraftur. Þegar þau læra að sýna sjálfum sér og öðrum mildi eykst styrkur þeirra. Við þurfum líka að kenna þeim gagnrýna hugsun og að hætta að „elta kindina“, að fylgja ekki bara hópnum ósjálfrátt heldur þora að hugsa sjálfstætt. Ungmennum finnst stundum eins og þau þurfi að haga sér eins og önnur ungmenni. Gera það sama og allir hinir eða sækjast eftir því sem samfélagið segir þeim að skipti máli. En það getur leitt til þess að þau missa tengsl við sjálfan sig, eigin drauma og gildi. Kennum börnum og ungmennum að staldra við, spyrja spurninga og hlusta á eigin rödd. Það krefst hugrekkis. Það er rétta leiðin til að finna styrkinn sem býr innra með hverjum og einum í stað þess að elta hjörðina. Við eigum að styðja við unga fólkið á heilbrigðin hátt. Æskan á ekki að vera lituð af samkeppni og samanburði. Kennum þeim að standa með sjálfum sér, hlusta á eigin rödd og rækta hugann. Ungmenni upplifa meiri vellíðan og sjálfsöryggi þegar þau eru elskuð eins og þau eru og fá að vera þau sjálf. Það er okkar hlutverk að hjálpa þeim að koma auga á styrkleika sína og hvetja þau til að rækta þá. Þegar „hertu þig“ er ekki svarið Okkur er ekki kennt hvernig við eigum að bera okkur að þegar börn og ungmenni sjá ekki tilgang í að lifa lengur. Samfélagið hefur um árabil viðkennt munstur sem byggir á ótta, þöggun og skömm. Viðbrögð sem rannsóknir sýna að eru óhjálpleg og geta aukið einangrun. Það sem skiptir máli er að skapa öruggt rými þar sem einstaklingar geta tjáð tilfinningar sínar án þess að mæta fordómum, afneitun eða óumbeðnum ráðum. Algengt er að heyra viðbrögð eins og „hertu þig“ eða „vertu sterk/ur“ en slík orðræða fellur undir það sem kallast tókenísk huggun (e. dismissive reassurance). Orðræðan virðist styðjandi á yfirborðinu en getur í raun aukið skömm og vanmátt. Þarna kemur tilfinningalæsi og tilfinningafærni sterkt inn. Með því að efla þessa hæfni eflum við verndandi þætti (e. protective factors) gegn geðrænum erfiðleikum. Saman getum við skapað menningu þar sem samtal um líðan og tilfinningar er eðlileg og örugg. Setjum okkur í spor þeirra og látum skilning og nærgætni ráða för. Við eigum að einsetja okkur að efla geðheilbrigði og hugarþroska barna og ungmenna.Þjálfa þau í að rækta innri styrk hugans og sameinast öll í ferðalagi að bjartari framtíð. Sýnum kraft góðvildar og samkenndar og tileinkum okkur hlustun án fordóma. Við eflum seiglu unga fólksins og trú á eigin rödd með því að kenna þeim að stíga út úr hjörðinni og þora að hugsa sjálfstætt.Minnum þau reglulega á hve dýrmæt þau eru, nákvæmlega eins og þau eru. Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir er náms- og starfsráðgjafi, með MA-diploma í jákvæðri sálfræði, jóga- og núvitundarkennari, rithöfundur bókarinnar Be Kind - ekki kind og eigandi Eirð náttúruhús, eird.is Perla Magnúsdóttir er fyrirlesari sem hjálpar fólki að velja sér bjart viðhorf til lífsins og trúa á sjálft sig. Hún er með MA-diploma í jákvæðri sálfræði og hefur starfað mikið í æskulýðsstörfum á vegum KFUM & K. Hún er söngstýra Gleðisveitarinnar sem sér m.a. um samsöng fyrir eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Vísbendingar eru um að geðheilsa barna og ungmenna á Íslandi fari versnandi. Við höfum unnið með ungmennum sem hafa glímt við sjálfskaðandi hugsanir og í einhverjum tilfellum þurft að fylgja þeim á geðdeild. Það er sárt að horfa á börn og ungmenni missa jafnvægið í lífinu. Samfélagið verður einfaldlega að staldra við og finna fleiri leiðir sem stuðla að meiri vellíðan hjá ungu fólki. Andleg heilsa krefst reglulegrar ræktunar, rétt eins og líkaminn. Við vitum að hreyfing styrkir líkamann en gleymum stundum að hugurinn þarf einnig æfingar, næringu og umhyggju. Að rækta samkennd, góðvild, sterka sjálfsmynd og jákvæð samskipti getur orðið skjöldur gegn vanlíðan. Góðvild sem ofurkraftur Við þurfum að kenna ungu fólki að góðvild er ofurkraftur. Þegar þau læra að sýna sjálfum sér og öðrum mildi eykst styrkur þeirra. Við þurfum líka að kenna þeim gagnrýna hugsun og að hætta að „elta kindina“, að fylgja ekki bara hópnum ósjálfrátt heldur þora að hugsa sjálfstætt. Ungmennum finnst stundum eins og þau þurfi að haga sér eins og önnur ungmenni. Gera það sama og allir hinir eða sækjast eftir því sem samfélagið segir þeim að skipti máli. En það getur leitt til þess að þau missa tengsl við sjálfan sig, eigin drauma og gildi. Kennum börnum og ungmennum að staldra við, spyrja spurninga og hlusta á eigin rödd. Það krefst hugrekkis. Það er rétta leiðin til að finna styrkinn sem býr innra með hverjum og einum í stað þess að elta hjörðina. Við eigum að styðja við unga fólkið á heilbrigðin hátt. Æskan á ekki að vera lituð af samkeppni og samanburði. Kennum þeim að standa með sjálfum sér, hlusta á eigin rödd og rækta hugann. Ungmenni upplifa meiri vellíðan og sjálfsöryggi þegar þau eru elskuð eins og þau eru og fá að vera þau sjálf. Það er okkar hlutverk að hjálpa þeim að koma auga á styrkleika sína og hvetja þau til að rækta þá. Þegar „hertu þig“ er ekki svarið Okkur er ekki kennt hvernig við eigum að bera okkur að þegar börn og ungmenni sjá ekki tilgang í að lifa lengur. Samfélagið hefur um árabil viðkennt munstur sem byggir á ótta, þöggun og skömm. Viðbrögð sem rannsóknir sýna að eru óhjálpleg og geta aukið einangrun. Það sem skiptir máli er að skapa öruggt rými þar sem einstaklingar geta tjáð tilfinningar sínar án þess að mæta fordómum, afneitun eða óumbeðnum ráðum. Algengt er að heyra viðbrögð eins og „hertu þig“ eða „vertu sterk/ur“ en slík orðræða fellur undir það sem kallast tókenísk huggun (e. dismissive reassurance). Orðræðan virðist styðjandi á yfirborðinu en getur í raun aukið skömm og vanmátt. Þarna kemur tilfinningalæsi og tilfinningafærni sterkt inn. Með því að efla þessa hæfni eflum við verndandi þætti (e. protective factors) gegn geðrænum erfiðleikum. Saman getum við skapað menningu þar sem samtal um líðan og tilfinningar er eðlileg og örugg. Setjum okkur í spor þeirra og látum skilning og nærgætni ráða för. Við eigum að einsetja okkur að efla geðheilbrigði og hugarþroska barna og ungmenna.Þjálfa þau í að rækta innri styrk hugans og sameinast öll í ferðalagi að bjartari framtíð. Sýnum kraft góðvildar og samkenndar og tileinkum okkur hlustun án fordóma. Við eflum seiglu unga fólksins og trú á eigin rödd með því að kenna þeim að stíga út úr hjörðinni og þora að hugsa sjálfstætt.Minnum þau reglulega á hve dýrmæt þau eru, nákvæmlega eins og þau eru. Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir er náms- og starfsráðgjafi, með MA-diploma í jákvæðri sálfræði, jóga- og núvitundarkennari, rithöfundur bókarinnar Be Kind - ekki kind og eigandi Eirð náttúruhús, eird.is Perla Magnúsdóttir er fyrirlesari sem hjálpar fólki að velja sér bjart viðhorf til lífsins og trúa á sjálft sig. Hún er með MA-diploma í jákvæðri sálfræði og hefur starfað mikið í æskulýðsstörfum á vegum KFUM & K. Hún er söngstýra Gleðisveitarinnar sem sér m.a. um samsöng fyrir eldri borgara.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun