Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. september 2025 17:16 Á bolunum stendur Frelsi sem er vísun í bolinn sem Charlie Kirk var í er hann var skotinn til bana fyrr í mánuðinum. Samsett Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson greiddi fyrir umdeilda boli sem Samband ungra Sjálfstæðismanna hyggst gefa þeim sem skrá sig á sambandsþing þeirra í október. Bolirnir eru vísun í bolinn sem Charlie Kirk, hægrisinnaður áhrifavaldur, klæddist er hann var skotinn til bana. Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig. Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig.
Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira