BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2025 15:46 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Ívar Fannar Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. Í ályktun frá stjórn BSRB segir að auk þessara áforma ætli ríkisstjórnin að skerða rétt launafólks til atvinnuleysistrygginga og afnema jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna mismunandi örorkubyrði. Stjórnin krefst þess að ríkisstjórnin dragi öll þessi áform til baka og stuðli þannig að áframhaldandi friði á vinnumarkaði. „Stjórn BSRB ítrekar að um klárt brot á samráðsskyldu samkvæmt starfsmannalögum sé að ræða, og þeim leikreglum sem gilda samkvæmt íslenska vinnumarkaðsmódelinu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að starfsfólk almannaþjónustunnar starfi undir miklu álagi í bæði líkamlega og andlega krefjandi störfum, flest í heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntakerfinu og á sviði öryggismála. Viðvarandi mannekla sé ein helsta áskorun í þeirra starfi og að brýnasta verkefni stjórnvalda í starfsmannamálum felist í aðgerðum til að vinna gegn manneklu, atgervisflótta, starfsmannaveltu og að draga úr veikindum vegna álags í starfi. „Í staðinn fyrir að takast á við það, ætlar ríkisstjórnin að skerða réttindi þessa hóps með fordæmalausum hætti,“ segir í ályktuninni. Þar segir að umræðu um að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki sem ekki standi sig í starfi standist ekki skoðun. Af þeim málum sem komi á borð BSRB og dómaframkvæmd sé ljóst að núgildandi reglur séu ekki fyrirstaða við að tryggja gæði, fagmennsku og gott starfsumhverfi hjá hinu opinbera. „Markmið ákvæða um áminningu sem undanfara uppsagnar er að koma í veg fyrir að stjórnendur taki óupplýstar ákvarðanir af eigin geðþótta eða misbeiti valdi sínu, s.s. með því að hrekja gott fólk úr starfi, búa til klíkur eða með því að beita ógnarstjórnun. Það er sjálfsögð og eðlileg regla sem ætti að gilda á öllum vinnumarkaði,“ segir í ályktuninni. Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
Í ályktun frá stjórn BSRB segir að auk þessara áforma ætli ríkisstjórnin að skerða rétt launafólks til atvinnuleysistrygginga og afnema jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna mismunandi örorkubyrði. Stjórnin krefst þess að ríkisstjórnin dragi öll þessi áform til baka og stuðli þannig að áframhaldandi friði á vinnumarkaði. „Stjórn BSRB ítrekar að um klárt brot á samráðsskyldu samkvæmt starfsmannalögum sé að ræða, og þeim leikreglum sem gilda samkvæmt íslenska vinnumarkaðsmódelinu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að starfsfólk almannaþjónustunnar starfi undir miklu álagi í bæði líkamlega og andlega krefjandi störfum, flest í heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntakerfinu og á sviði öryggismála. Viðvarandi mannekla sé ein helsta áskorun í þeirra starfi og að brýnasta verkefni stjórnvalda í starfsmannamálum felist í aðgerðum til að vinna gegn manneklu, atgervisflótta, starfsmannaveltu og að draga úr veikindum vegna álags í starfi. „Í staðinn fyrir að takast á við það, ætlar ríkisstjórnin að skerða réttindi þessa hóps með fordæmalausum hætti,“ segir í ályktuninni. Þar segir að umræðu um að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki sem ekki standi sig í starfi standist ekki skoðun. Af þeim málum sem komi á borð BSRB og dómaframkvæmd sé ljóst að núgildandi reglur séu ekki fyrirstaða við að tryggja gæði, fagmennsku og gott starfsumhverfi hjá hinu opinbera. „Markmið ákvæða um áminningu sem undanfara uppsagnar er að koma í veg fyrir að stjórnendur taki óupplýstar ákvarðanir af eigin geðþótta eða misbeiti valdi sínu, s.s. með því að hrekja gott fólk úr starfi, búa til klíkur eða með því að beita ógnarstjórnun. Það er sjálfsögð og eðlileg regla sem ætti að gilda á öllum vinnumarkaði,“ segir í ályktuninni.
Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira